Ákærunni haldið til streitu? 18. desember 2004 00:01 Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Bandaríkjamenn virðast ætla að halda ákæru á hendur Bobby Fischer til streitu miðað við orð talsmanns utanríkisráðuneytisins í Washington í gær. Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagðist í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi ekki telja að Bandaríkjamenn myndu krefjast framsals yfir Bobby Fischer, og einnig, að Íslendingum væri ekki sjálfkrafa skylt að verða við slíkri framsalsbeiðni. En Bandaríkjamenn virðast ekki á því að falla frá ákærunni á hendur Fischer fyrir að tefla við Spassky í Júgóslavíu árið 1992, sem álitið er brot á viðskiptabanni. Richard Boucher, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Washington, var spurður að því á fréttamannafundi seint í gær hvort að það kæmi til greina að hálfu Bandaríkjamanna að leyfa Fischer að flytjast til Íslands. Boucher sagði það íslenskra stjórnvalda að komast að niðurstöðu í því máli en rétt væri að ítreka og árétta að Bobby Fischer hefði verið ákærður í Bandaríkjunum og væri eftirlýstur. Ekki er hægt að skilja orð Bouchers öðruvísi en svo að Bandaríkjamenn hyggist fara fram á að Fischer verið framseldur. Davíð Oddsson var spurður um ákæruna á hendur Fischer í gærkvöldi og hvort hann teldi hugsanlegt að aðrar ástæður, eins og til að mynda gyðingahatur Fischers, kynni að vera skýringin á þeirri hörku sem Bandaríkjamenn sæktu málið. Davíð Oddson kvaðst ekki hafa trú á því en undraðist að hvorki Þjóðverjar né Frakkar, sem hefðu átt aðild að viðskiptabanninu á Júgóslavíu á sínum tíma, hefðu ekki séð ástæðu til að ákæra þýskan skákdómara eða Spassky, sem er með franskt vegabréf, fyrir þeirra þátttöku í skákinni.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira