Sæmundur reiðubúinn til brottfarar 18. desember 2004 00:01 Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Olíufélagið Skeljungur hefur ákveðið að standa straum af ferðalagi Sæmundar Pálssonar til að fylgja Bobby Fischer hingað til lands. Sæmundur er klár í slaginn og bíður þess eins að Fishcer verði látinn laus. Hann segist vona að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni. Enn hafa engin svör fengist frá japönskum yfirvöldum um það hvað farið verður fram á til að þau láti Fisher lausan. Jafnvel er talið að staðfesting Útlendingastofu á að Fisher fái hér dvalarleyfi sé ekki nægileg og það þurfi að útvega honum svokallað útlendingavegabréf, sem ætlunin var að hann fengi afhent við komuni hingað til lands. Sæmundur á von á því að fá svör eftir helgi og er þess viðbúinn að halda út, hvort heldur sem það verður eftir fáeina daga eða vikur. Hann segir þetta fyrst og fremst gert til að ná Fischer úr fangelsinu í Japan og því sé hann alveg frjáls maður eftir hugsanlega komu hingað til lands. Sæmundur vonar að vinur sinn geti lifað venjulegu fjölskyldulífi á Íslandi ásamt japanskri unnustu sinni, en segir hann alltaf eiga eftir að láta heyra í sér, hvar sem hann er staddur. Sæmundur segir að stundum heyri hann ekki lengi í Fischer, jafnvel ekki í nokkur ár. Það sé eins og hjá börnum manns - það þýði að allt gott sé að frétta. Þau hafi hins vegar samband þegar eitthvað bjáti á. Og undanfarið hefur Fisher hringt tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring í Sæmund úr tíkallasíma þar sem hann er hafður í haldi, til dæmis áttu þeir 45 mínútna langt samtal í morgun þar sem Fisher sagðist vilja koma hingað strax. Þrátt fyrir að þeir vinirnir hafa ekki hist augliti til auglitis frá árinu 1972 er ljóst að vináttan ristir djúpt, enda segist Sæmundur tilbúinn að skjóta skjólshúsi yfir Fisher þegar hann kemur auk þess að fylgja honum á leiðarenda. Hann er nú þegar í startholunum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira