Sjö tonn kæst hjá Hafliða Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 20. desember 2004 06:00 Helgi og skatan. Stuðst er við áratuga gamla kæsingaraðferð í Fiskbúð Hafliða. Afi Helga stofnaði fyrirtækið og fjórði ættliðurinn er þar við störf. Vísir/GVA "Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann. Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
"Hér ilmar allt af skötu," segir Helgi Helgason í Fiskbúð Hafliða og brosir. Hann er vanur lyktinni, sem sumir kalla fýlu, enda staðið í skötuverkun um árabil. Afi hans, Hafliði Baldvinsson, stofnaði fyrirtækið árið 1927 og eru Helgi og bróðir hans þriðji ættliðurinn í rekstrinum. Og fjórði ættliðurinn hóf störf fyrir áratug. Skötuverkunin er byggð á gömlum grunni og eins og gengur er aðferðin leyndarmál. "Hún kemur vestan úr Djúpi, þaðan sem afi er," segir Helgi og er ófáanlegur til að segja meira um hvernig málum er háttað, utan hvað mikilvægt er að skatan komist aldrei í snertingu við vökvann því þá vatnsúldnar hún sem vitaskuld er ómögulegt. Þó dregst upp úr honum að kæsing standi í þrjá mánuði. Helgi og félagar í Fiskbúð Hafliða kæsa heil sjö tonn af skötu þetta árið og segir hann nokkurn stíganda í neyslunni. "Þetta fer hægt og sígandi upp á við. Unga fólkið er ekkert voðalega hrifið fyrst en það er svo merkilegt að þetta lærist eins og annað." Sjálfur borðar Helgi skötuna af bestu lyst en lætur duga að gera það einu sinni á ári. "Þetta er bara hluti af jólunum og auðvitað fylgi ég straumnum. Ég gæti hins vegar ekki borðað hana oftar út af börnunum mínum," segir hann. Kröfur nútímans banna að skötunni sé skellt í fiskborð stórmarkaðanna eins og var og því er henni pakkað í loftþéttar umbúðir svo lyktin smitist ekki í aðrar vörur. Helgi fullyrðir að gæðin tapist ekki þó þannig sé að málum staðið, allt bragð sé á sínum stað. Annars gælir hann við að geta eldað skötuna fyrir fólk og komið henni haganlega fyrir í neytendavænum umbúðum þannig að hægt sé að stinga henni beint í örbylgjuna í mínútu eða svo til að hita upp. Væri það í takt við aðra þróun í matvælaframleiðslu þar sem stefnan er að spara neytendum vinnu í eldhúsinu. Stefnir hann á að bjóða skötuna með þessum hætti eftir ár eða tvö. Unga fólkið er margt hvert nútímalegt og ber skötuna fram með hvítlauk og steinselju en sjálfur borðar Helgi hana með vestfirskum hnoðmör uppá gamla mátann.
Innlent Jólamatur Menning Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira