Lögreglufréttir 7. janúar 2005 00:01 Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira
Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Mennirnir þekkjast vel. Lögreglan talaði við mennina og kærði sá sem fékk höggið. Málið er í rannsókn. Ekið á umferðarljós Jeppi ók niður umferðarljós á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar um eitt leytið í gær. Umferðarljósavitinn bognaði yfir götuna og teppti umferð. Lögreglan kallaði til viðgerðarmenn. Árekstrar á Akureyri Fjórir árekstrar urðu á Akureyri fyrripart gærdags. Lögreglan á Akureyri segir tjónið mismikið en engan hafa slasast. Sumir bílanna hafi verið vanbúnir í vetrarfærðinni. Hún hvetur bifreiðaeigendur að setja bílana á nagladekk. Of hraður akstur í hálku Ökumaður var tekinn við akstur á áttatíu kílómetra hraða í flúgandi hálku á Dalvík. Leyfilegur hámarkshraði þar er fimmtíu. Lögreglan hafði nýhafið vegaeftirlit þegar maðurinn náðist. Eldur í ruslatunnum skóla Tvisvar á tveimur dögum hefur verið kveikt í rusli í sorpgámum við skóla í Keflavík. Í gær var slökkvilið kallað að leikskólanum Garðaseli. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Á fimmtudagskvöld logaði í sorpgámi við Holtaskóla í Keflavík. Lögreglan í Keflavík telur að fjórir til sex piltar hafi verið þar að verki. Þeir hafi sést á hlaupum á þeim tíma sem eldsins varð vart. Konur ráðast á konu Fjórar konur ruddust inn á heimili í Grindavík og börðu húsmóðurina og veittu henni áverka á höfuð. Hún var ein heima með börnum sínum þegar konurnar réðust á hana. Konurnar þekkjast og samkvæmt vef lögreglunnar virðist sem tilefni árásarinnar hafi verið deila um afnot á barnarúmi. Áfengisdauður við banka Maður svaf áfengissvefni fyrir utan Sparisjóðinn í Keflavík aðfaranótt föstudags. Lögreglan fékk tilkynningu um manninn, sótti hann og kom honum heim.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Sjá meira