Ríkið sýknað af 11 milljóna kröfu 13. október 2005 15:20 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljóna króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar. Erfingjar konunnar töldu ríkið skaðabótaskylt vegna tjóns sem rakið var til fjárdráttarins en fjármunina hafi vantað í dánarbúið vegna þess að því hafi verið skipt. Lögráðamaðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið sér tæplega átta milljónir af fé konunnar á árunum 1993 til 2000. Héraðsdómur féllst ekki á að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi skipað lögráðamann sem óheimilt hafi verið að skipa samkvæmt umræddu lagaákvæði og beri þannig ábyrgð á gerðum hans, enda séu hvorki í lögum fyrirmæli um slíka ábyrgð né þyki vera rök fyrir því að telja hana vera fyrir hendi. Þá segir Héraðsdómur að hin meinta vanræksla sýslumanns þegar hann skipaði lögráðamanninn sé ekki talin standa í nægum tengslum við fjárdrátt lögráðamannsins þannig að tjónið verði talið sennileg afleiðing af hinni ófullnægjandi athugun sýslumannsins á því hvort lögráðamaðurinn væri ráðvandur og ráðdeildarsamur og uppfyllti þar með skilyrði lagaákvæðisins. Bótaábyrgð ríksins á tjóni stefnenda sé því ekki talin vera fyrir hendi samkvæmt almennri sakarreglu. Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íslenska ríkið af rúmlega ellefu milljóna króna skaðabótakröfu erfingja konu sem svipt var fjárræði. Konan lést árið 2000 en sýslumaður skipaði henni lögráðamann fyrir tólf árum sem hafði dregið sér hluta af fé hennar. Erfingjar konunnar töldu ríkið skaðabótaskylt vegna tjóns sem rakið var til fjárdráttarins en fjármunina hafi vantað í dánarbúið vegna þess að því hafi verið skipt. Lögráðamaðurinn var dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa dregið sér tæplega átta milljónir af fé konunnar á árunum 1993 til 2000. Héraðsdómur féllst ekki á að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi skipað lögráðamann sem óheimilt hafi verið að skipa samkvæmt umræddu lagaákvæði og beri þannig ábyrgð á gerðum hans, enda séu hvorki í lögum fyrirmæli um slíka ábyrgð né þyki vera rök fyrir því að telja hana vera fyrir hendi. Þá segir Héraðsdómur að hin meinta vanræksla sýslumanns þegar hann skipaði lögráðamanninn sé ekki talin standa í nægum tengslum við fjárdrátt lögráðamannsins þannig að tjónið verði talið sennileg afleiðing af hinni ófullnægjandi athugun sýslumannsins á því hvort lögráðamaðurinn væri ráðvandur og ráðdeildarsamur og uppfyllti þar með skilyrði lagaákvæðisins. Bótaábyrgð ríksins á tjóni stefnenda sé því ekki talin vera fyrir hendi samkvæmt almennri sakarreglu.
Dómsmál Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira