Innlent

Kristinn útilokar ekki framboð

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir forystu flokksins úr takti við almennan vilja flokksmanna. Hann útilokar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins. Kristinn segir að hverjum manni sé frjálst að bjóða sig fram á flokksþingi til þeirra embætta sem kosið sé til og ekki þurfi að ákveða sig í þeim efnum fyrr en rétt fyrir kosningu. Hann ætli því að vera í sömu stöðu og aðrir í þeim efnum. Það sló í brýnu milli Kristins og flokksforystunnar á yfirstandandi þingi. Hann á ekki sæti í neinni þingnefnd, er ekki sagt treystandi fyrir trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Miðað við þá stöðu mála gætu einhverjir haldið að það væri borin von að Kristinn næði frekari frama innan flokksins, hvað þá að velta Guðna Ágústssyni varaformanni úr sessi á flokksþingi í lok febrúar. Kristinn vill ekkert segja um það en telur alveg ljóst að forysta flokksins hafi ekki verið í takt við almennan vilja flokksmanna í stórum málum. Sú staða sé umhugsunarefni og menn hljóti að ræða hana alvarlega á komandi flokksþingi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×