Fischer íslenskur ríkisborgari? 19. janúar 2005 00:01 Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Bobby Fischer gæti fengið íslenskan ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku þegar þing kemur saman. Lögfræðingar Fischers telja að ríkisborgararéttur myndi auka möguleika hans á að fá fararleyfi til Íslands. Japanskur dómari féllst í nótt ekki á beiðni Fischers um að verða fluttur hingað til lands. Enn situr Bobby Fischer í fangelsi í Japan, sakaður um að hafa framvísað útrunnu vegabréfi, og á yfir höfði sér að vera vísað til Bandaríkjanna þar sem væntanlega bíður hans fangelsisvist fyrir að brjóta viðskiptabann á Júgóslavíu með því að tefla þar árið 1992. Fischer fór í mál við japönsk stjórnvöld vegna þessa og auk þess hefur hann beðið um að verða fluttur til Íslands í stað Bandaríkjanna. Fjallað var um mál skákmeistarans í nótt að íslenskum tíma og samkvæmt erlendum fréttamiðlum fellst dómari í Japan ekki á að Fischer verði fluttur til Íslands að óbreyttu - fyrst verði að fá niðurstöðu í vegabréfamál Fischers. Lögfræðingar Fischers segja að það myndi auka líkur á að japönsk stjórnvöld sendi hann til Íslands ef hann fengi íslenskan ríkisborgararétt og sögðu á blaðamannafundi í morgun að Fischer muni sækja um slíkan rétt. Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins ætlar Fischer að skrifa íslenskum stjórnvöldum bréf og biðja um ríkisborgararétt strax á morgun. Fyrir aðeins nokkrum árum var lögum um íslenskan ríkisborgararétt breytt hér á landi þannig að heimilt er að veita ríkisborgararétt þó að viðkomandi hafi slíkan rétt í öðrum löndum. Ríkisborgararréttur hér á landi er veittur með tvennum hætti. Annars vegar eru málin afgreidd í gegnum dómsmálaráðuneytið og er þá farið eftir almennum skilyrðum. Hins vegar eru svokölluð afbrigðileg mál afgreidd með sérstakri lagasetningu á Alþingi, venjulega tvisvar á ári og þá á vorin og rétt fyrir jól. Þetta eru mál einstaklinga sem falla ekki undir almenn skilyrði og er vísað frá dómsmálaráðuneyti til Alþingis. Til dæmis eru þetta einstaklingar sem keppa í íþróttum fyrir íslensk lið. Þannig fengu sautján manns íslenskan ríkisborgararétt með slíkri lagasetningu fyrir síðustu jól. Málið var afgreitt á einum degi með samhljóða atkvæðum allra og enginn tók til máls í umræðum um það. Næsti þingfundur er á mánudag svo ef samstaða er um málið, og allsherjarnefnd leggur fram frumvarp, gæti Fischer gæti fengið ríkisborgararétt með lagasetningu strax í næstu viku. Að sögn Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns utanríkisráðherra, hafa stjórnvöld ekki tekið afstöðu til þess hvernig beiðni frá Fischer um ríkisborgararétt yrði svarað, enda hefur engin slík beiðni verið lögð fram ennþá.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira