Innlent

Einnota atvinnuleyfi

"Þessi tegund atvinnuleyfa hefur í för með sér minni réttindaáherslu heldur en hefur verið," sagði félagsmálaráðherra. "Það gæti komið til greina að þau yrðu einskorðuð við ákveðin verkefni." Árni sagði að í nágrannalöndunum væru gefnar út miklu fleiri tegundir atvinnuleyfa heldur en hér. Í Noregi hefðu verið gefin út um það bil 27.000 atvinnuleyfi á síðasta ári. Aðeins 580 af þeim hefðu falið í sér réttindaáherslu og gefið réttindi til þess að setjast að sem fullgildur þegn í landinu eftir ákveðinn tíma. "Hjá okkur háttar því þannig til, að á fimm árum hafa handhafar atvinnuleyfis hér öðlast allan rétt til sömu hluta og aðrir þjóðfélagsþegnar, svo sem til heilbrigðis- og félagsmálaþjónustu. Í ljósi þess að það er óvenju mikil þörf fyrir erlent vinnuafl er verið að athuga hvort ekki sé ástæða til að gefa út atvinnuleyfi sem eru takmarkaðri. Mér finnst það koma vel til greina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×