Þiggja eftirlaun í fullu starfi 19. janúar 2005 00:01 Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira
Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003. Eftirlaunafrumvarpið var mjög umdeilt á sínum tíma. Allir flokkar á þingi stóðu að gerð frumvarpsins en þegar hávær mótmælaalda reis í þjóðfélaginu dró stjórnaandstaðan sig til baka. Bar því við að stjórnarflokkarnir hefðu reynst ófáanlegir til að breyta frumvarpinu í meðförum þingsins. Þuríður Bachman, fulltrúi Vinstri - grænna í allsherjarnefnd, dró stuðning sinn við frumvarpið til baka, Sigurjón Þórðarson Frjálslyndum gerði slíkt hið sama en Guðmundur Árni Stefánsson var eini stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem samþykkti frumvarpið. Páll Magnússon Framsóknarflokki sagði þá að þingflokkur Samfylkingarinnar hafi einfaldlega guggnað þegar „nokkrir verkalýðsforingjar úti í bæ“ hótuðu úrsögn úr flokknum. Svo hafi þingheimur fylgst með því þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kom í hús og hundskammaði hvern þingmann flokksins á fætur öðrum úti í horni. Nú eru afleiðingar þessa frumvarps að koma í ljós að hluta. Á síðasti ári fengu sjö ráðherrar greidd eftirlaun, samtals sautján milljónir, en eru engu að síður í fullu starfi hjá ríkinu. Listi þessara fyrrverandi ráðherra hefur ekki fengist en þeir sem koma til greina eru ekki ýkja margir. Þegar hafa verið tilteknir Svavar Gestsson, Jón Baldvin Hannibalsson og Kjartan Jóhannsson en við nánari skoðun kemur Kjartan ekki til greina þar sem hann var ekki ráðherra nema í tvö ár. Þeir sex sem koma til greina samkvæmt skoðun fréttastofu Stöðvar 2 eru: Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunnar, en samkvæmt lögum um eftirlaun getur hann fengið 352 þúsund í viðbót við forstjóralaun sín samkvæmt útreikningum fréttastofu. Guðmundur Bjarnason á, miðað við tuttugu ár á þingi og átta ár á ráðherrastól, rétt á 309 þúsundum ofan á sín laun sem forstjóri Íbúðarlánasjóðs. Jón Sigurðsson þiggur sín laun hjá Norræna fjárfestingarbankanum í Helsinki og getur bætt 185 þúsund krónum frá íslenska ríkinu ofan á þau. Og fyrrnefndir Svavar Gestsson, sem á rétt á 273 þúsundum ofan á sendiherralaun sem eru um milljón á mánuði, og Jón Baldvin Hannibalsson, sem á rétt á 388 þúsundum ofan á sín ríflegu sendiherralaun. Þorsteinn Pálsson sendiherra er 58 ára í ár en á nú þegar rétt á 189 þúsund króna eftirlaunum vegna ellefu ára setu á ráðherrastól.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Fleiri fréttir Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Sjá meira