Innlent

Mikil viðbrögð

Mikil viðbrögð hafa borist vegna auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar sem birtist í dagblaðinu New York Times á föstudag, að sögn Ólafs Hannibalssonar. Fjöldi manns hafi sent þeim tölvupóst og meðal annars þakkað fyrir auglýsinguna sem það hafi túlkað sem stuðning við hópa gagnrýnenda Íraksstríðsins. Þá hafi þeim einnig borist hatursbréf, vegna þessa. Í kjölfar auglýsingarinnar sendi Reuters-fréttastofan frá sér tvær fréttir, annars vegar um mótmæli Þjóðarhreyfingarinnar og viðbrögð Illuga Gunnarssonar, aðstoðarmanns Davíðs Oddssonar. Hins vegar birtist frétt um að ekki væri lengur stuðst við upphaflegan lista viljugra ríkja, með tilvísun í birtingu auglýsingar Þjóðarhreyfingarinnar. Báðar þessar fréttir hafa birst á ýmsum fréttasíðum víðsvegar um heim. Allt frá NY Times, sem tók báðar fréttirnar upp, til bandarísku stjónvarpsstöðvarinnar ABC-CBN, áströlsku ABC, Suður-afríksku SABC og dagblaðsins Seattle Times. Fréttir um að ekki sé lengur stuðst við fyrri listann um stuðningsmenn hefur meðal annars borist til sjónvarpsstöðvarinnar Al-Jazeera.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×