Innlent

Össur lét klappa fyrir Ingibjörgu

Ekkert varð af sameiginlegum fundi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og Össurar Skarphéðinssonar á Akureyri í gær eins og auglýst hafði verið. Í tilkynningu frá Ingibjörgu, sem lesin var upp á fundinum, sagðist hún vera veðurteppt í Reykjavík en ekki var flogið á milli Akureyrar og Reykjavíkur í gær. Össur og Kristján Möller, fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi, komust hins vegar á fundinn með því að fljúga frá Reykjavík til Sauðárkróks í gær og aka þaðan til Akureyrar. Ekki var gefin skýring á því á fundinum afhverju Ingibjörg Sólrún notaði ekki sömu aðferð til að komast norður. Össur kom lítið inn á væntanlegan formannsslag í Samfylkingunni en bað fundargesti að klappa fyrir Ingibjörgu Sólrúnu. "Við höfum verið vinir í bráðum 30 ár. Við eigum sömu tengdaforeldra og hefur vinátta okkar verið góð og einlæg. Við verðum áfram vinir ef ég fæ einhverju um það ráðið," sagði Össur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×