Innlent

Hvorki kynja- né innanflokksátök

Páll Magnússon, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi, segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann sækist eftir að leiða lista flokksins í næstu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi. Ýmsir innan flokksins telja að tilgangur hallarbyltingar í Freyju, félagi framsóknarkvenna í Kópavogi í liðinni viku, hafi verið að tryggja honum oddvitastöðu í bænum. Eiginkona Páls og sambýliskona Árna Magnússonar, félagsmálaráðherra og bróður Páls, tóku þátt í meintri hallarbyltingu. Páll segir að þær hafi verið þar á eigin forsendum og aðdróttanir um annað geri lítið úr Sigurbjörgu Vilmundardóttur, bæjarfulltrúa flokksins, sem þær hafi verið að styðja í stjórnarkjöri. "Mér finnst lítið gert með framboð Sigurbjargar því það er skýringin fyrir niðurstöðu fundarins. Hún tilkynnti formanni Freyju það viku fyrir fundinn að hún vildi í stjórn félagsins og fékk þau svör að hún ætti þá að bjóða sig fram. Það varð úr og tilgangslítið að svekkja sig yfir því eftir á og snúa þessu upp í kynjabaráttu eða stórfelld innanflokksátök eins og sumir hafa gert."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×