Innlent

Vilja lækka álagningarhlutfall

Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar hún mótmælir hækkunum á fasteignagjöldum í Reykjavík sem komi í kjölfar hækkunar fasteignamats um áramótin. Stjórnin telur að Reykjavíkurborg hefði átt að fara sömu leið og mörg önnur sveitarfélög hafa gert en þau völdu að lækka álagningarhlutfallið niður fyrir 0,32% þannig að gjöld hækkuðu ekki meira en 5% og jafnvel lækkuðu í einhverjum tilvikum. Skorar stjórn Hvatar á meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur að taka sér önnur sveitarfélög til fyrirmyndar í þessum efnum enda komi hækkanir af þessu tagi illa við marga, ekki síst einstæða foreldra, ellilífeyrisþega og öryrkja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×