Innlent

Er í skipstjóraplássinu

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, er sitjandi forsætisráðherra þessa vikuna þar sem Halldór Ásgrímsson er í fríi erlendis. "Gaman er að takast á við þetta verkefni og mér sýnist vikan verða góð, enda engin stórmál á ferðinni," segir Guðni og telur sig þó fullfæran til að takast á við óvænt mál ef þau koma upp. Guðni hefur áður gegnt starfi forsætisráðherra í fjarveru Halldórs og nú síðast í haust. "Ég er náttúrlega í skipstjóraplássinu núna þó mér líði afar vel sem landbúnaðarráðherra þá er þetta auðvitað skör hærra í stjórnskipuninni og það er gaman að kynnast því," segir Guðni aðspurður hvor stóllinn sé betri, stóll forsætisráðherra eða landbúnaðarráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×