Innlent

Vilja viðræður við einkaskóla

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa áhyggjur af því að fjárskortur sé að sliga einkaskóla í borginni og vilja hefja við þá samningaviðræður. Sjálfstæðismenn hafa lagt til að viðræður verði hafnar við fulltrúa einkaskóla á leikskólastigi og grunnskólastigi og tónlistarskólana í Reykjavík um hlutverk og stöðu þeirra í reykvísku samfélagi og fjárhagslegan stuðning við þá. Markmiðið á að vera að finna framtíðarlausn fyrir þessa sjálfstæðu skóla. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að staða skólanna sé áhyggjuefni. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi heimsótt skólana á undanförnum mánuðum og rætt við skólastjórnendur sem hafi verulegar áhyggjur af stöðu skólanna. Greinilegt sé að framlög borgarinnar til skólanna hafi dregist saman töluvert og rekstrargrundvöllur þeirra sé mjög óviss. Því telji sjálfstæðismenn mikilvægt að farið verði í skipulegar viðræður við fulltrúa einkaskóla á leikskólastigi og grunnskólastigi og tónlistarskólanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×