Innlent

Tillaga um aðskilnað grunnnets

Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þar sem segir að fela eigi ríkisstjórninni að endurskoða fyrirætlanir um sölu Símans. Í því skyni verði grunnnet Símans skilið frá öðrum rekstri og tryggt að eignarhald þess verði til framtíðar óháð öðrum fyrirtækjum í fjarskiptaþjónustu. Ályktunin kemur í kjölfar þess að keppinautar Símans í fjarskiptum hafa lýst yfir miklum áhyggjum af því að grunnnetið verði selt með fyrirtækinu. Öll fjarskiptafyrirtæki þurfi aðgang að grunnnetinu og ekki sé ásættanlegt að einn aðili ráði því. Neytendasamtökin hafa tekið undir þetta sjónarmið og hvatt til þess að grunnnetið verði ekki selt með Símanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×