Þurfa að taka útreið alvarlega 5. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Framsóknarmenn þurfa að taka slæma útreið í skoðanakönnunum alvarlega segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann hvetur félaga sína til að líta yfir sviðið nú, óróa og fylgistap, og skoða í því ljósi að í haust hafi hann þótt helsta vandamál flokksins. Það blæs hvorki byrlega fyrir Framsóknarflokknum né leiðtoga hans, Halldóri Ásgrímssyni, í skoðanakönnunum þessa dagana. Í gær birti Fréttablaðið niðurstöður könnunar á fylgi við stjórnmálaflokka og kom þar fram að yrði kosið í dag töpuðu Framsóknarmenn sjö þingmönnum og fengju aðeins átta prósenta fylgi. Í dag er það svo Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sem fær skell, en samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur ánægja með störf hans dalað. Hringt var í 800 manns á þriðjudaginn og spurt hvernig fólki þætti Halldór hafa staðið sig sem forsætisráðherra. Af þeim sem tóku afstöðu, 87 prósentum samkvæmt Fréttablaðinu, sögðu tæplega 34 prósent að hann hefði staðið sig illa og 14 prósent frekar illa en 35,3 prósent töldu Halldór hafa staðið sig sæmilega, rúmlega 11,5 prósent vel og fimm prósent mjög vel. Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir þetta vondar fréttir sem taka beri alvarlega þó að sjálfssögðu ríki ákveðin óvissa um niðurstöður kannananna eins og gengur. Engu að síður lýsi þær ákveðinni tilhneigingu sem verði að bregðast við. Aðspurður hvað hann telji að landsmenn séu óánægðir með segir Kristinn að það geti verið eitt og annað sem leggist á eitt en hann telji að stefna ríkisstjórnarinnar í umdeildum málum sé Framsóknarflokknum ekki til framdráttar og starfshættir forystumannanna hafi verið þannig að ekki séu allir sáttir. Tveir flokkar mynda þessa ríkisstjórn sem Kristinn telur að þurfi að skoða sinn gang. Ef marka má fylgiskannanir að undanförnu virðist óánægjan hins vegar frekar beinast gegn Framsóknarflokknum en Sjálfstæðisflokknum. Kristinn H. varar Sjálfstæðismenn hins vegar við að fagna um of og segir kannanir að undanförnu sýna að fylgi við flokkinn sé langt í frá stöðugt. Miðað við útkomu Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum þurfi menn þar á bæ líka að huga að sínum málum. Hann segir enn fremur að dómi almennings verði ekki áfrýjað og hann ráði hvort sem fólki þyki hann réttlátur eða ranglátur. Kristinn segir enn fremur að stjórnarflokkarnir tveir verði að hugsa sinn gang. Stjórnarflokkar alla síðustu öld hafi lengst af verið með samanlagt 60-65 prósenta fylgi en í síðustu kosningum hafi þeir haft 51 prósenta fylgi og hafi rétt náð að mynda meirihlutaríkisstjórn. Nú hafi flokkarinr vel innan við helmingsfylgi kjósenda í könnunum sem þýði að kjósendur flokkanna séu ekki sáttir við frammistöðuna. Kristinn er inntur eftir því hvort hann líti á niðurstöðu skoðanakannana sem uppreisn æru fyrir sig þar sem hann hafi barist gegn málum sem sátt hafi þótt ríkja um meðal stjórnarflokkanna. Hann svarar því á þá leið að skoða verði niðurstöður kannananna og óróann í Framsóknarflokknum í því ljósi að á síðastliðnu hausti hafi verið gripið til þess ráðs að vísa honum úr þingflokknum með þeim ummælum að fámennur og samstæður hópur væri betri en fjölmennur og veikur. Þá hafi verið litið svo á að hann væri vandi Framsóknarflokksins. Hann biðji fólk um að líta yfir sviðið nú.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira