Segjast ekki sitja á frumvörpum 6. febrúar 2005 00:01 Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Sjálfstæðismenn hafa frestað því að afgreiða þrjú frumvörp Valgerðar Sverrisdóttir um samkeppnismál frá því í nóvember en langt er frá því að hinn stjórnarflokkurinn afgreiddi málið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sína menn ekki sitja á frumvörpunum heldur sé þetta dæmi um vönduð vinnubrögð. Í frumvörpunum felast fyrst og fremst skipulagsbreytingar, meðal annars verður sett ráðherraskipuð stjórn yfir nýja stofnun sem á að heita Samkeppniseftirlitið. Stjórnin ræður forstjóra og tekur ákvarðanir um öll meiri háttar mál sem ráðiðst verður í að rannsaka. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þingflokkurinn hafi fengið frumvörpin þrjú til umfjöllunar fyrir áramót og hafi þá skoðað þau. Þingflokkurinn hafi dregið að sér upplýsingar en síðan hafi komið jólaleyfi og þingmenn hafi farið um landið og haldið fundi. Frumvörpin stiji ekki föst í þingflokknum heldur sé hann að fara yfir efni þeirra. Einar segir þingflokkinn hafa fundað nokkrum sinnum um málið síðari hluta janúarmánaðar og að hann muni ljúka efnislegri umfjöllun mjög fljótlega. Ekki sé neitt óeðlilegt við það. Spurður hvort málið sé umdeilt innan þingflokksins segir Einar að hann vilji ekki nota orðið umdeilt en hins vegar séu atriði í frumvörpunum sem sjálfstæðismenn vilji kunna mjög vel skil á og fara mjög vel ofan í og það sé til marks um vönduð vinnubrögð af hálfu þingflokksins að hann reyni að fara efnislega ofan í álitamál. Um sé að ræða stórmál þar sem fjallað sé um framtíðarskipan samkeppnismála og þingflokkurinn vilji vanda sig og vinna málin efnislega. Eina stóra breytingin á heimildum samkeppnisyfirvalda í lögunum er heimild til að skipta upp fyrirtækjum sem hafa markaðsráðandi stöðu. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 hefur þessi breyting staðið í einhverjum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Einar segir að hann vilji ekki tjá sig um efnisatriði þess frumvarps þar sem ekki sé búið að ljúka efnislegri umfjöllun um það en það verði fljótlega. Hann segir enn fremur að breytingin sé eitt af þeim málum sem þingflokkurinn fari ofan í og hann muni einfaldlega ljúka þeirri efnislegu umfjöllun. En breytingin á ekki langt að sækja upprunann. Að minnsta kosti rímar hún mjög vel við yfirlýsingar Davíðs Oddssonar sem var forsætisráðherra þegar hringamyndunarnefndin hóf störf. Hann sagði á Viðskiptaþingi í mars í fyrra að lög gegn hringamyndun sem viðskiptaráðherra og nefnd á hans vegum væru að vinna að væri hið besta mál fyrir almenna neytendur í landinu. Það væri afar þýðingarmikið að tryggja með svipuðum hætti og önnur lönd að enginn aðili gæti fengið markaðsráðandi stöðu eins og sums staðar gerðist því henni væri alltaf misbeitt gegn neytandanum, það væru engin dæmi um annað.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira