Innlent

Einkaviðtal við Halldór í kvöld

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra talar út um Íraksmálið í einkaviðtali sem hann féllst á að veita fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Í viðtalinu, sem verður sýnt í fréttatíma Stöðvar 2 og í Íslandi í dag í kvöld, skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að nafn Íslands lenti á lista þeirra þjóða sem studdu innrás Breta og Bandaríkjamanna í Írak. Hann ræðir einnig um afleiðingarnar, gagnrýnina og hvað hann telur að hefði mátt gera öðruvísi, svo sem að kalla saman utanríkismálanefnd Alþingis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×