Ekki nóg að sigra í könnunum 9. febrúar 2005 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ekki nóg að sigra í könnunum. Það séu kosningarnar sjálfar sem gildi. Hún segist þó gleðjast yfir nýrri könnun sem sýnir að átta af hverjum tíu Samfylkingarmönnum telja hana hæfari til formennsku í flokknum en sitjandi formann, Össur Skarphéðinsson. Sjötíu prósent kjósenda Samfylkingarinnar telja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hæfari til að gegna formennsku í flokknum. Átján prósent veðja hins vegar á Össur Skarphéðinsson. Tólf prósent eru hlutlaus. Sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu vilja átta af hverjum tíu að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir leiði flokkinn. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir tímaritið Mannlíf og birtist í nýjasta tölublaði þess. Þar voru 1288 spurðir en 801 svaraði. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er talin vænlegri kostur í formannsembættið af rúmum 65 prósentum fólks úr öllum flokkum sé einungis litið til þeirra sem tóku afstöðu. Tæp 35 prósent veðja hins vegar á Össur. Nokkur munur er á milli kynja en þannig telja 72 prósent kvenna að Ingibjörg Sólrún sé hæfari en 59 prósent karla eru sömu skoðunar. Séu niðurstöðurnar hins vegar skoðaðar eftir flokkum eru línurnar öðruvísi. Sextíu prósent sjálfstæðismanna telja Össur hæfari en Ingibjörgu Sólrúnu til að leiða Samfylkinguna og 53 prósent framsóknarmanna að sama skapi. Sjötíu og sex prósent vinstri - grænna veðja hins vegar á Ingibjörgu Sólrúnu. Ingibjörg Sólrún segir ánægjulegt að fá svo góðan stuðning en hún sé ágætlega raunsæ og hafi reynslu af pólitík og könnunum og hún viti að það sé ekki nóg að sigra í könnunum, það þurfi að sigra í kosningum. Aðpurð hvort hún hafi átt von á þessu segist Ingibjörg ekki hafa vita á hverju hún ætti von. Hún hafi bara vitað það að hún hefði tekið áhættu fyrir tveimur árum vegna þess að vika í pólitík sé langur tími, hvað þá tvö ár. Hún hafi engu að síður látið slag standa og boðið sig fram vitandi það að hún hefði góðan stuðning og að þrýst væri á hana að bjóða sig fram. Henni hafi fundist hún þurfa að ljúka ákveðnum leiðangri sem hún hafi verið í en auðvitað sé þetta ferð út í óvissuna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira