Um 55% bóta eftir læknismeðferð 10. febrúar 2005 00:01 Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira