Um 55% bóta eftir læknismeðferð 10. febrúar 2005 00:01 Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679 Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Um 55 prósent bótamála sjúklingatrygginga hjá Tryggingastofnun ríkisins fellur undir lagaákvæði um að "ekki hafi verið staðið eins vel að læknismeðferð og unnt var," eins og Una Björk Ómarsdóttir orðar það á vef TR. Af þeim málum sem samþykkt voru bótaskyld samkvæmt lögum um sjúklingatryggingu 2001 - 2004 féllu 42 undir ofangreindan flokk en 35 undir að "um væri að ræða fylgikvilla meðferðar sem ekki hefði verið hægt að komast hjá." Flest málanna vörðuðu bæklunarskurðlækningar, skurðlækningar og kvensjúkdóma og fæðingarhjálp. Þetta kemur meðal annars fram í ársskýrslu TR 2001 - 2004 um sjúklingatryggingar. Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sagði vegna fjölda bótamála eftir læknismeðferð að þessi mál væri ekki hægt að flokka á einu bretti undir læknamistök þar sem grunur léki á stórkostlegri vanrækslu heilbrigðisstarfsmanns í starfi og jafnvel málshöfðun. Þarna væri spurningin um bætur vegna þess að meðferð hefði eftir á að hyggja getað verið öðruvísi og hugsanlegt að hlutirnir hefðu komið betur út. Í einstökum tilvikum gætu einstaklingar leitað bæði til TR og landlæknisembættisins með mál sín, en það væri ekki algilt. Lög um sjúklingatryggingu tóku gildi 1. janúar 2001 og samkvæmt þeim eru þeir sjúklingar tryggðir sem verða fyrir líkamlegu eða geðrænu tjóni í tengslum við rannsókn eða sjúkdómsmeðferð. Alls bárust Tryggingastofnun 84 umsóknir árið 2004 og voru 45 þeirra samþykktar, en 39 synjað. Heildarbótagreiðslur námu ríflega 37 milljónum króna. Tryggingastofnun gagnrýnir að hámark bóta sé ekki hærra en raun ber vitni, en það er tæpar 5,7 milljónir króna. Þetta þýði að þeir sem verði fyrir miklu tjóni fái það ekki bætt að fullu, en hinir sem verði fyrir minna tjóni fái það að fullu bætt. HEILDARBÓTAGREIÐSLUR 2001 76.268 2002 1.507.056 2003 11.596.014 2004 37.634.679
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira