Rumsfeld reiddist vegna þotna 10. febrúar 2005 00:01 Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, brást reiður við og fannst hann sniðgenginn þegar George Bush Bandaríkjaforseti og Colin Powell, þáverandi utanríkisráðherra, ákváðu að fresta því að kalla orrustuþoturnar fjórar heim frá Keflavíkurflugvelli. „Þetta var dramatískt,“ segir forsætisráðherra. Skýrt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að Bandaríkjastjórn hefði beitt íslensk stjórnvöld miklum diplómatískum þrýstingi til að tryggja stuðning Íslands við innrásina í Írak. Bandaríski sendiherrann, James Gadsden, og aðstoðarmaður hans fóru samtímis í bæði forsætis- og utanríkisráðuneytið þann 18. mars til að krefja stjórnvöld um svar. Niðurstaðan varð sú að nafn Íslands birtist á lista hinna viljugu innrásarþjóða. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, tengir þessa ákvarðanatöku óbeint við viðkvæma stöðu íslenska varnarsamningsins á þessum tíma og segir að það hafi hleypt illu blóði í íslensk stjórnvöld þegar Bandaríkjastjórn ákvað, aðeins rúmum mánuði síðar, að kalla orustuþoturnar heim. Það hafi verið dramatískt. Halldór segir að stjórnvöld hafi heyrt af ákvörðuninni rétt fyrir helgi og á mánudegi hafi honum tekist að ná í George Robertson, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi það verið slík tilviljun að hann hafi verið að koma af fundi með Donald Rumsfeld, en það hefði Halldór ekki vitað, og verið á leiðinni til Colins Powells. Halldór segist hafa rætt málið við Robertson og hann hafi lofað að taka það upp við Powell en Halldór hafi einnig beðið hann að skila því til Powells að hann væri að reyna að ná í hann. Robertson og Powell hafi svo ákveðið að taka málið upp á fundi með George Bush Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar þeirra og við það hafi Rumsfeld orðið reiður vegna þess að Robertson hafði ekki rætt málið við hann á fundi þeirra tveggja. Halldór segir að Robertson hafi oft hlegið að þessu og sagt að það væri undarlegt hversu ótrúlegt upplýsinganet Íslendingar hefðu því Halldór hefði náð í hann akkúrat á réttu augnabliki. Halldór segir enn fremur að á þriðjudeginum hafi Colin Powell hringt í sig og sagt að málinu hefði verið frestað en það væri ekki horfið af borðinu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira