Erlent

N-Kórea krafðist viðræðna

Norður-Kórea krafðist í dag tvíhliða viðræðna við Bandaríkin um kjarnorkuáætlun sína. Kóreumenn tilkynntu í gær að þeir hefðu þegar smíðað kjarnorkusprengjur sem væru tilbúnar til notkunar. Bandaríkjamenn synjuðu strax og lögðu fram þá gagnkröfu að Kóreumenn mættu aftur til „Sex ríkja ráðstefnunnar“, en auk þessara tveggja landa eiga þar sæti Rússland, Kína og Suður-Kórea.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×