Menningarsögulegt slys á Laugavegi 13. febrúar 2005 00:01 Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. Við blasir að á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg víkja fyrir nýju atvinnuhúsnæði. Þau er öll á svæðinu frá Laugavegi 1 til 73 en það er um þriðjungur húsa á því svæði. Tillagan kom frá starfshópi sem í áttu sæti bæði athafnamenn og húsfriðunarsinnar. Pétur Ármannsson, arkitekt og varaformaður Húsafriðunarnefndar, var í þeim hópi. Hann segir að haldið verði í fegurstu gömlu húsin við götuna og þau sem þykja merk. Ætlunin sé að hafa lágreistari byggð sunnan Laugavegar svo sól nái að götunni en svo megi búast við hærri byggingum norðanmegin. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist undrandi á ummælum Péturs í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann sé „húsverndarmaður“ því hann hafi látið undan þrýstingi hagsmunaaðila sem ekki beri nægilegt skyn á nauðsyn þess að varðveita menningarsögu borgarinnar. Ólafur segir borgaryfirvöld einnig hafa látið undan þessum þrýstingi og treystir því að borgarbúar þjappi sér saman í andstöðu gegn fyrirliggjandi hugmyndum. Ólafur bendir á að reisa eigi 50 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði ofarlega á Laugavegi án þess að það skemmi götumyndina. Hann telur að um 10 þúsund fermetrar fáist á þeim lóðum sem auðar verða eftir niðurrif. Fórnarkostnaðurinn sé allt of mikill og alls ekki víst að það skili blómlegri atvinnustarfsemi við Laugaveg. Hann telur réttara að hlúa að þeirri lágreistu byggð sem fyrir er, en ekki rífa hana á hol. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys. Við blasir að á þriðja tug gamalla húsa við Laugaveg víkja fyrir nýju atvinnuhúsnæði. Þau er öll á svæðinu frá Laugavegi 1 til 73 en það er um þriðjungur húsa á því svæði. Tillagan kom frá starfshópi sem í áttu sæti bæði athafnamenn og húsfriðunarsinnar. Pétur Ármannsson, arkitekt og varaformaður Húsafriðunarnefndar, var í þeim hópi. Hann segir að haldið verði í fegurstu gömlu húsin við götuna og þau sem þykja merk. Ætlunin sé að hafa lágreistari byggð sunnan Laugavegar svo sól nái að götunni en svo megi búast við hærri byggingum norðanmegin. Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, segist undrandi á ummælum Péturs í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann sé „húsverndarmaður“ því hann hafi látið undan þrýstingi hagsmunaaðila sem ekki beri nægilegt skyn á nauðsyn þess að varðveita menningarsögu borgarinnar. Ólafur segir borgaryfirvöld einnig hafa látið undan þessum þrýstingi og treystir því að borgarbúar þjappi sér saman í andstöðu gegn fyrirliggjandi hugmyndum. Ólafur bendir á að reisa eigi 50 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði ofarlega á Laugavegi án þess að það skemmi götumyndina. Hann telur að um 10 þúsund fermetrar fáist á þeim lóðum sem auðar verða eftir niðurrif. Fórnarkostnaðurinn sé allt of mikill og alls ekki víst að það skili blómlegri atvinnustarfsemi við Laugaveg. Hann telur réttara að hlúa að þeirri lágreistu byggð sem fyrir er, en ekki rífa hana á hol.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira