Dulbúið orð yfir flugstöð 13. febrúar 2005 00:01 Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum. Búist er við að samgönguráðuneytið og borgaryfirvöld kynni í vikunni sameiginlega niðurstöðu um byggingu samgöngumiðstöðvar við Loftleiðahótelið sem bæði er ætlað að þjóna flugumferð og rútubílaumferð. Friðrik Pálsson, formaður Hollvinasamtaka flugvallarins, segir samtökin lítast mjög vel á hugmyndina og mestu máli skipti að ríki og borg séu að tala saman um þessa framtíðar skipulagningu. Hann vill vekja sérstaklega athygli á því að hugmyndin um samgöngumiðstöðina komi til því verið sé að flytja gömlu umferðarmiðstöðina. Það sé líka hagsmunamál að hafa miðstöð fyrir flugumferð og rútubílaumferð á sama stað. Flugvallarandstæðingum líst hins vegar engan veginn á þessi áform. Guðrún Jónsdóttir, formaður Samtaka um betri byggð, segir að ekki sé um að ræða samgöngumiðstöð heldur flugstöð. Hún þjóni fluginu en ekki hinum almenna borgara sem noti samgöngukerfið í Reykjavík, né þeim sem komi t.d. með rútu í bæinn og vill svo komast leiðar sinnar í borginni. Þetta er líka til að festa flugvöllinn í sessi að sögn Guðrúnar. Samgöngumiðstöðin er því ekkert annað en dulbúið orð yfir flugstöð að hennar sögn. Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Samgöngumiðstöð er dulbúið orð yfir flugstöð, segir formaður Samtaka um betri byggð og óttast að slík bygging muni festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Formaður Hollvinasamtaka flugvallarins fagnar hins vegar áformunum. Búist er við að samgönguráðuneytið og borgaryfirvöld kynni í vikunni sameiginlega niðurstöðu um byggingu samgöngumiðstöðvar við Loftleiðahótelið sem bæði er ætlað að þjóna flugumferð og rútubílaumferð. Friðrik Pálsson, formaður Hollvinasamtaka flugvallarins, segir samtökin lítast mjög vel á hugmyndina og mestu máli skipti að ríki og borg séu að tala saman um þessa framtíðar skipulagningu. Hann vill vekja sérstaklega athygli á því að hugmyndin um samgöngumiðstöðina komi til því verið sé að flytja gömlu umferðarmiðstöðina. Það sé líka hagsmunamál að hafa miðstöð fyrir flugumferð og rútubílaumferð á sama stað. Flugvallarandstæðingum líst hins vegar engan veginn á þessi áform. Guðrún Jónsdóttir, formaður Samtaka um betri byggð, segir að ekki sé um að ræða samgöngumiðstöð heldur flugstöð. Hún þjóni fluginu en ekki hinum almenna borgara sem noti samgöngukerfið í Reykjavík, né þeim sem komi t.d. með rútu í bæinn og vill svo komast leiðar sinnar í borginni. Þetta er líka til að festa flugvöllinn í sessi að sögn Guðrúnar. Samgöngumiðstöðin er því ekkert annað en dulbúið orð yfir flugstöð að hennar sögn.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira