Pólitísk tíðindi við Tjörnina? 15. febrúar 2005 00:01 Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir ekkert óvenjulegt við fundinn í kvöld en miðað við samtöl fréttastofu við þingmenn flokksins í dag er greinilegt að menn búast við að til tíðinda kunni að draga. Ekki þó þannig að Kristinn H. fái aftur sæti í þingnefndum heldur tali menn um að sættir verði í áföngum. Fyrsti áfangi verði tekinn í kvöld þó viðræður hafi staðið yfir allt frá kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi fyrir jól. Þingmennirnir segja að allir verði að gefa eitthvað eftir, þetta verði aldrei einhliða sátt. Kristinn tekur undir þetta en segist þó ekki vera tilbúinn að gangast undir kröfur um eins konar skilorð. Litið er á tilraunir til sátta innan þingflokksins sem eins konar viðbrögð við mótbárum að undanförnu, þar á meðal slælegri útkomu í skoðanakönnunum. Einnig er talið skipta máli að stutt er í flokksþing og þá vilji menn sýna samstilltan flokk. Flokksstjórnin geti heldur ekki lengi litið fram hjá kjósendum Kristins á Vestfjörðum sem margir hverjir líti svo á að þeir hafi verið settir út í kuldann með Kristni. Þessa skoðun fékk Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, meðal annars að heyra á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í síðustu viku. Svo er bara að sjá hversu vel stemmdir þingmenn Framsóknarflokksins verða í kvöld og hvort sáttaskref verði tekið. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira
Pólitískra tíðinda gæti verið að vænta úr tólf manna matarveislu við Tjörnina í kvöld. Þingmenn Framsóknarflokksins ætla að snæða saman og ræða málefni flokksins, þar á meðal stöðu Kristins H. Gunnarssonar sem útilokaður var frá nefndarstarfi í haust. Sáttatónn virðist vera kominn í menn. Hjálmar Árnason, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir ekkert óvenjulegt við fundinn í kvöld en miðað við samtöl fréttastofu við þingmenn flokksins í dag er greinilegt að menn búast við að til tíðinda kunni að draga. Ekki þó þannig að Kristinn H. fái aftur sæti í þingnefndum heldur tali menn um að sættir verði í áföngum. Fyrsti áfangi verði tekinn í kvöld þó viðræður hafi staðið yfir allt frá kjördæmisþinginu í Norðvesturkjördæmi fyrir jól. Þingmennirnir segja að allir verði að gefa eitthvað eftir, þetta verði aldrei einhliða sátt. Kristinn tekur undir þetta en segist þó ekki vera tilbúinn að gangast undir kröfur um eins konar skilorð. Litið er á tilraunir til sátta innan þingflokksins sem eins konar viðbrögð við mótbárum að undanförnu, þar á meðal slælegri útkomu í skoðanakönnunum. Einnig er talið skipta máli að stutt er í flokksþing og þá vilji menn sýna samstilltan flokk. Flokksstjórnin geti heldur ekki lengi litið fram hjá kjósendum Kristins á Vestfjörðum sem margir hverjir líti svo á að þeir hafi verið settir út í kuldann með Kristni. Þessa skoðun fékk Halldór Ásgrímsson, formaður flokksins, meðal annars að heyra á opnum stjórnmálafundi á Ísafirði í síðustu viku. Svo er bara að sjá hversu vel stemmdir þingmenn Framsóknarflokksins verða í kvöld og hvort sáttaskref verði tekið.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Sjá meira