Innlent

Frumvarp um reykingabann

Siv Friðleifsdóttir og þrír aðrir þingmenn lögðu í gær fram frumvarp á Alþingi um að reykingar yrðu alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum, sem og við aðrar menningar- og félagssamkomur. Í greinargerð með frumvarpinu segir að meginmarkmið þess sé vinnuvernd starfsmanna og vernd almennings. Vísað er til hratt vaxandi fjölda sannana fyrir því að óbeinar reykingar valdi heilsuskaða og dauðsföllum. "Þegar þetta meginmarkmið er uppfyllt má búast við ýmiss konar öðrum ávinningi af reykbanninu, bæði fyrir samfélag og einstaklinga," segir í greinargerðinni. Bent er á að virða beri rétt hvers manns til að þurfa ekki að anda að sér lofti sem er mengað tóbaksreyk af völdum annarra. Meðflutningsmenn eru Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingu, Jónína Bjartmarz Framsóknarflokki og Þuríður Backman Samfylkingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×