Innlent

Stöndum okkur verr en Írakar

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, benti á það í umræðum um kosningarnar í Írak á Alþingi í fyrradag að hlutfall kvenna á íraska þinginu væri hærra en á Alþingi Íslendinga. "Konur hér eru 30,2 prósent, karlar eru 70%. Við stöndum okkur því verr en Írakar varðandi hlutfall kvenna á þingi. Það er betra hlutfall kvenna á þingum meðal annars á Kúbu, Spáni, Kosta Ríka, Argentínu, Rúanda, Suður-Afríku og í Írak en er á Íslandi," sagði Siv. "Það er góðra gjalda vert að ræða kosningarnar í Írak á Alþingi Íslendinga," sagði Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. "En ég vek athygli á því að Alþingi er meinað að fá upplýsingar um aðkomu ríkisstjórnar Íslands að innrásinni í Írak en málshefjandi í þessari umræðu var á meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn því að leynd yrði aflétt af gögnum um það mál," sagði hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×