Verður Surtsey ferðamannastaður? Guðmundur Magnússon skrifar 20. febrúar 2005 00:01 Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Hún lætur ekki mikið yfir sér fyrirspurnin sem Hjálmar Árnason þingflokksformaður Framsóknarflokksins beindi til Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra á Alþingi fyrir viku síðan. Spurt var: "Stendur til að heimila ferðamönnum að stíga á land í Surtsey? " Ekki liggur fyrir hvenær spurningunni verður svarað, en það gæti orðið á þingfundi síðdegis í dag. Í Morgunblaðinu í gær, sunnudag, kemur fram hvað vakir fyrir þingmanninum. Í baksíðufrétt með fyrirsögninni "Opnun Surtseyjar myndi efla ferðamennskuna" segir Hjálmar Árnason að það myndi hafa jákvæð áhrif á ferðamennsku í Vestmannaeyjum að leyfa fólki að fara út í eyna sem er friðuð. Hann tekur fram að ferðamenn eigi þó ekki að fá að valsa um eyna eftirlitslaust. Markhópur þessarar ferðaþjónustu er greinilega ekki Jón og Gunna heldur efnafólk í útlöndum. Orðrétt segir þinmaðurinn í fréttinni: "Það er vitað að sterkefnaðir einstaklingar ferðast um allan heim til að komast í snertingu við einstök svæði sem Surtsey tvímælalaust er". Hvort hún er! Surtsey, eins og hún var síðar nefnd, myndaðist í miklu eldsgosi sem menn urðu fyrst varir við 14. nóvember árið 1963. Gosið stóð yfir með löngum hléum í næstum fjögur ár; lauk ekki fyrr en sumarið 1967. Þá var eyjan, sem gosið myndaði, orðin 2,7 ferkílómetrar að flatarmáli. Mönnum varð fljótt ljóst að Surtsey gaf tækifæri til einstæðra vísindarannsókna. Var ákveðið að friða hana 1965 en friðunin hefur meðal annars í för með sér að óheimilt er að fara í eyna nema með leyfi Surtseyjarfélagsins sem stofnað var til að annast rannsóknir á eynni og starfar nú í umboði Umhverfisstofnunar. Friðlýsingarreglur kveða einnig á um að bannað sé að raska nokkru í eynni og leyfi þarf til að reisa þar mannvirki. Bannað er að flytja í eyna lifandi dýr, plöntur, fræ eða plöntuhluta. Þá er bannað að skilja eftur hvers konar úrgang í eynni eða við hana. Íslendingar hafa verið stoltir af þeim vísindarannsóknum sem stundaðar hafa verið í Surtsey og þær hafa vakið alþjóðaathygli. Vísindamönnum og áhugafólki um náttúru um allan heim þykir fróðlegt að fylgjast með því hvernig líf hefur smám saman myndast og þróast til aukinnar fullkomnunnar á þessari litlu eyju. Það ferli er að sumu leyti jarðsagan í hnotskurn. Verði Surtsey ferðamannastaður er líklegt að eðlisbreyting verði á þessari náttúruperlu. Hún hefur að vísu ekki verið algjörlega einangruð en ferðir þangað hafa verið mjög takmarkaðar. Það er fyrst og fremst vegna þessarar einangrunar sem þróun lífsins í Surtsey hefur vakið athygli náttúrufræðinga. Kaflaskil verða í sögu Surtseyjar ef hún verður áfangastaður ferðamanna, jafnvel þótt undir ströngu eftirliti verði. Ekki er að efa að það er góð meining á bak við hugmynd þingmannsins. Hann vill gefa fólki tækifæri til að sjá þessa merkilegu eyju og rifjar upp að sjálfur fékk hann tækifæri til að stíga þar á land fyrir mörgum árum. Ekki þykir honum verra ef einhverjir geta hagnast á uppátækinu. En góð meining er eitt, skynsemi er annað. Og þessi hugmynd er satt að segja ekki skynsamleg því verði henni hrint í framkvæmd er hætt við að dagar Surtseyjar sem náttúruundurs séu taldir. Ferðamennskan mun kannski fara hægt og hljótt af stað en á endanum munu henni engin bönd halda. Það tjón sem þannig er unnið er óafturkræft. Vonandi bregst umhverfisráðherra ekki í varðstöðu sinni fyrir náttúru Íslands í þessu máli.Guðmundur Magnússon-gm@frettabladid.is
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun