Erlent

Stjórnin féll í Portúgal

Stjórnarandstaðan í Portúgal bar í gær sigur úr býtum í þingkosningum í landinu. Flokkur sósíalista undir stjórn Jose Socrates fékk hreinan meirihluta í fyrsta skipti í sögu landsins. Hinn hægrisinnaði Pedro Santana Lopes hefur því hrökklast úr starfi forsætisráðherra eftir að hafa aðeins gegnt því í rúmlega hálft ár. Boðað var til kosninganna í skyndi eftir að forseti Portúgals leysti þingmeirihluta landsins frá störfum í desember á síðasta ári. Kjörsókn var nærri sjötíu prósent sem er öllu meira en búist hafði verið við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×