Erlent

Abbas undirbúi róttækar umbætur

George Bush, forseti Bandaríkjanna, skorar á Mahmoud Abbas, nýjan leiðtoga Palestínu, að leggja línurnar að róttækum umbótum í landinu á ráðstefnu sem haldin verður um málefni Palestínu í Lundúnum í næsta mánuði. Í ræðu sem Bush flutti í Brussel, sem er hans fyrsti viðkomustaður í fimm daga Evrópureisu, sagðist hann vona að Abbas nýtti tækifærið til þess að skapa breytta Palestínu og hvatti hann ennfremur Evrópuríki til þess að vinna að því ásamt Bandaríkjamönnum að koma á varanlegum friði í Miðausturlöndum. Hann segir það sameiginlegt markmið Bandaríkjanna og Evrópu að binda enda á átök Ísraela og Palestínumanna. Þetta er fyrsta heimsókn Bush til Evrópu eftir að hann var endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×