Innlent

Ríkið hætti afskiptum

Það hlýtur að vera tímaspursmál hvenær síðustu afskiptum ríkisvaldsins af fjármálamarkaðnum lýkur og ótrúlegt að stjórnvöld hafi enn ekki áttað sig að fullu á þeim ávinningi sem frelsisvæðing fjármálakerfisins hefur skilað samfélaginu. Þetta sagði Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, á aðalfundi bankans fyrir stundu. Einar sagði ennfremur mikilvægt að húsnæðislánamarkaðurinn hér á landi næði sama þroska og í þeim löndum sem við berum okkur saman við og taldi það furðu sæta að ríkisstofnunin Íbúðalánasjóður skyldi bregðast við breyttum kringumstæðum á húsnæðismarkaði með þeim hætti sem raun bar vitni. Sá sjóður starfaði eftir sérlögum, nyti ríkisábyrgðar án þess að greiða fyrir það og væri í samkeppni við einkaaðila á ójöfnum forsendum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×