Erlent

Kunni ekki við afskipti Bush

Vladímir Pútín Rússlandsforseti er ánægður með fund sinn með George Bush Bandaríkjaforseta og segir að þær hafi verið opinskáar. Þar gagnrýndi Bush rússnesk stjórnvöld fyrir tilburði til fráhvarfs frá lýðræði en Pútín segir að viðræðurnar hafi verið opinskáar og gagnlegar, þótt hann kunni ekki við að vesturveldin ætli að fara að kenna sér eitthvað um þróun lýðræðis í Rússlandi. Hann hafi sannfært Bush um að ekki standi til að koma á viðlíka stjórnkerfi og var í Sovétríkjunum sálugu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×