Fengu ekki að hitta Fischer 2. mars 2005 00:01 Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Óljósar öryggisástæður komu í veg fyrir að Sæmundur Pálsson gæti hitt Bobby Fischer í morgun. Koma Sæmundar til Japans virðist hafa valdið miklum taugatitringi í japanska stjórnkerfinu. Sæmundur og samferðamenn hans héldu í fangelsið, þar sem Fischer situr, í morgun og óskuðu eftir því að fá að hitta hann. Það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig. Þegar hópurinn stóð fyrir utan fangelsið til að taka myndir komu starfsmenn fangelsins hlaupandi og stoppuðu það. Sæmundi og Páli Magnússyni, fréttastjóra Stöðvar 2, var svo hleypt inn í bygginguna eftir smá þóf. Þeir voru látnir fylla út eyðublöð og svo tók við um klukkustundar bið. En rétt áður en átti að hleypa þeim áleiðis til fundar við Fischer komu fyrirmæli að ofan að vegna öryggisráðstafana yrði engin heimsókn leyfð í dag til Fischers. Sæmundur og félagar kröfðust frekari skýringa en þær var ekki að fá. „Ég spurði þá hvort ég fengi að heimsækja hann á morgun og starfsmaðurinn sagði að hann gæri ekki neitað því og ekki samþykkt það heldur. Það yrði að ráðast þegar ég kæmi,“ segir Sæmundur. Ekkert varð því af fundinum en vegna þess að Sæmundur og Fischer eru aldagamlir vinir mátti Sæmundur skrifa honum bréf sem öryggisverðir lásu fyrst yfir og leyfðu Fischer að lesa í gegnum glerrúðu. Sæmundur segir næsta skref vera að ná tali af sendiherranum sem þeir funduðu með fyrir hádegi og sjá hvort hann fái einhver ný fyrirmæli. „Svo býst ég við að við gerum aðra tilraun til að heimsækja Fischer á morgun,“ segir Sæmundur Pálsson. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira