Tryggja þarf nægilegt bóluefni 4. mars 2005 00:01 Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Fulltrúar heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis hófu starf í vikunni um hvernig best sé hægt að verja almenning gegn því að fuglaflensan illræmda berist hingað. Einnig er rætt hvernig bregðast skuli við, fari svo að þær ráðstafanir dugi ekki til. Nýverið fól ríkisstjórn Íslands starfsmönnum heilbrigðisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis að fara yfir stöðu mála hvað varðar fuglaflensuna og athuga hvað skynsamlegt væri að gera til að verjast henni, verði hún að heimsfaraldri. Aðspurður hvort til greina komi að loka landinu fari fuglaflensufaraldurinn af stað, sagði Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytsins, að starfið væri ekki komið á það stig, að farið sé að ræða slíkt í smáatriðum. "Í svona umræðu er nauðsynlegt að kanna allar aðstæður," sagði hann. "Það verður að skoða alla möguleika og við erum rétt að byrja að fara yfir það sem við getum gert. Við munum sjálfsagt hittast dálítið ört og tala við fólk til þess að þetta fari vel af stað. Það þarf að ræða við mjög marga því þetta snertir svo mörg svið þjóðfélagsins, meðal annars heilbrigðiskerfið og almannavarnakerfið." Davíð, sem jafnframt er formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, sagði að ef svo óheppilega vildi til að flensan brytist út, yrði allt kapp lagt á að bólusetja menn hér áður en hún bærist til landsins. Það væri sjálfsagt einn af alsterkustu leikjunum sem hægt væri að leika í stöðunni. "Nú þegar liggur fyrir allítarlegt skipulag á sóttvörnum, sem samið var þegar hætta var talin á að bráðalungnabólgan gæti borist hingað. Vinnan hvað varðar heilbrigðiskerfið mun sjálfsagt byggjast á þeirri reynslu sem við fengum þá. Eitt af því sem skoða þarf er með hvaða hætti við tryggjum að bóluefni komi hingað eins hratt og hugsast getur," sagði Davíð. "Það er eitt af því sem allur heimurinn er að skoða."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira