Innlent

Verðlaunuð fyrir Talstöðina

Arna Sigurðardóttir, sérfræðingur hjá fjármálaráðuneytinu, var á dögunum verðlaunuð fyrir nafngiftina á Talstöðinni, nýrri útvarpsstöð í eigu 365 - ljósvakamiðla. Arna sendi inn fjórar tillögur: Hljóðvarpið, Málstöðin, Útvarp Ísland og Talstöðin, en það var sem fyrr segir síðastnefnda tillagan sem varð fyrir valinu á nýju útvarpsstöðinni.

Hátt í tvö þúsund tillögur bárust í keppnina og þar á meðal 108 sem lögðu til nafnið Talstöðin. Arna var dregin úr potti í beinni útsendingu í sjónvarpsþættinum Ísland í bítið.

Arna fékk blóm og ferð fyrir tvo á feneysku riveríuna með Úrval-Útsýn að launum. "Mér líst vel á ferðina og tek manninn minn með," sagði Arna sem var að vonum ánægð með verðlaunin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×