Mælt með þeim síst hæfa 8. mars 2005 00:01 Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna í útvarpsráði mæltu í gær með Auðuni Georg Ólafssyni sölustjóra í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins. Hann var ekki einn þeirra fimm umsækjenda sem Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, mælti sérstaklega með af þeim tíu sem sóttu um. „Það er óþarfi að hafa stór orð um þetta, þarna er mælt með þeim umsækjanda sem við snögga yfirsýn virðist ekki sá hæfasti þannig að notað sé stílbragðið úrdráttur,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrum útvarpsráðsmaður. Útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson, skipar í stöðuna en Félag fréttamanna og Starfsmannafélag RÚV lýstu yfir óánægju sinni með meðmæli útvarpsráðs í gær með því að senda útvarpsstjóra bréf þar sem hann er hvattur til þess að láta fagleg sjónarmið ráða við skipun í stöðuna. „Við bíðum bara eftir ákvörðun Markúsar Arnar og biðjum hann um að láta fagleg sjónarmið ráða,“ segir Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna og fréttamaður á Sjónvarpinu. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna á fundi útvarpsráðs og létu bóka að pólitískt kjörnir fulltrúar ættu ekki að skipta sér af ráðningum starfsmanna RÚV. „Ég vil ekkert tjá mig um málið á meðan það er í farvegi hjá útvarpsstjóra,“ segir Auðun Georg. Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs, segir að Auðun Georg hafi uppfyllt best hæfiskröfur miðað við starfsauglýsingu. "Þótt hann sé ungur hefur hann mikla reynslu, bæði af fréttamennsku og rekstri auk þess að hafa stjórnunarhæfileika," segir Gunnlaugur. Spurður hvort það hafi ráðið einhverju um valið að Georg er framsóknarmaður og náinn vinur helstu ráðgjafa Framsóknarflokksins, Björns Inga Hrafnssonar, Páls Magnússonar og Steingríms Ólafssonar segir Gunnlaugur: „Ég er ekkert í slíkum persónunjósnum.“ Ekki náðist í Markús Örn í gær en líklegt er að hann tilkynni ákvörðun sína í dag.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira