Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur 9. mars 2005 00:01 Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember. Hann er einn hinna fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson, sviðstjóri fréttasviðs RÚV, mælti með í stöðu fréttastjóra. "Ég hef setið tæplega hálfrar klukkustundar fund um fjármál frá því ég tók við starfinu," sagði Friðrik Páll fyrir fund Félags fréttamanna, sem ályktaði að komi Auðun Georg Ólafsson til starfa á Ríkisútvarpinu óttist félagið að ekki verði hægt að halda uppi eðlilegu starfi og fréttamennsku á fréttastofu Útvarpsins. Fundurinn skorar á Auðun að taka ekki starfinu. Þess má geta að velta fréttastofunnar er um 150 milljónir á ári. Auðun Georg Ólafsson, hinn nýskipaði fréttastjóri Ríkisútvarpsins, starfaði í nokkra mánuði í fullu starfi sem fréttamaður á fréttastofu Bylgjunnar og Stöðvar 2 á árunum 1993-1999 en var annars lausráðinn fréttamaður og fréttaritari meðfram námi og starfi í Kaupmannahöfn og Japan. Hann hefur að undanförnu starfað sem sölu- og markaðsstjóri fyrir Marel í Asíu. Hann vísar því á bug að ráðning sín hafi verið pólitísk, enda hafi hann aldrei verið í pólitísku starfi. Markús Örn Antonsson útskýrði skipunina svo í gær: "Þar sem Auðun uppfyllir öll hæfnisskilyrði starfsauglýsingar og með hliðsjón af því að lögbundin aðild útvarpsráðs að ráðningu starfsmanna dagskrár í umboði almannavaldsins vegur þyngra en aðrar umsagnir, og enginn annar umsækjandi fékk atkvæði í útvarpsráði, hef ég ákveðið að ráða Auðun Georg Ólafsson til að gegna starfi fréttastjóra útvarps." Stjórn og trúnaðarmenn Félags fréttamanna fara eindregið fram á að útvarpsstjóri dragi ákvörðun sína til baka. "Með henni teljum við að allri stétt fréttamanna sé gróflega misboðið. Ráðningin er greinilega pólitísk þar sem fagleg sjónarmið eru virt að vettugi. Með henni er vegið að hlutleysi og starfsskilyrðum fréttastofunnar sem útvarpsstjóri ber ábyrgð á," segir í tilkynningu félagsins. Bogi Ágústsson taldi fimm núverandi starfsmenn fréttastofunnar hæfari en Auðun: "Mér finnst miður að því sé ekki fylgt sem ég legg til. Ég vann hæfnismatið eins vandlega og ég gat og ég taldi þessa fimm einstaklinga hæfasta. En þess verður að geta að ég taldi alla umsækjendur hæfa," sagði Bogi. Broddi Broddason, fréttamaður á RÚV, segir að ráðningin sé ekki spurning um persónu umsækjandans, "heldur aðferðir útvarpsráðs og ákvörðun útvarpsstjóra en við teljum að hann hafi átt að vera óbundinn af ákvörðun útvarpsráðs," sagði Broddi. Auðun sagði aðspurður allt of snemmt að svara því hvort vænta mætti breytinga á fréttastofunni.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira