Fréttastofa í spennu og óvissu 10. mars 2005 00:01 Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til. Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Starfsemi fréttastofu Ríkisútvarpsins fór fram í spennu og óvissu í gær vegna andstöðu starfsfólks RÚV við ráðningu nýs fréttastjóra útvarps, Auðuns Georgs Ólafssonar. Í viðtölum blaðsins við starfsmenn RÚV kom fram að þeir ólu þá von í brjósti að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri myndi draga ákvörðun sína um ráðninguna til baka. Menn töldu það þó alls óvíst. Úr því að útvarpsstjóri hefði ekki hreyft andmælum strax á fundi útvarpsráðs, gæti hann trauðla tekið af skarið nú. Þá ræddu menn þann möguleika að Auðunn Georg myndi draga sig til baka. Viðmælendur blaðsins töldu það vera farsælustu lausnina í stöðunni. Atburðir gærdagsins áttu að hefjast með því að Bogi Ágústsson forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins myndi kynna nýja fréttastjóra, Auðunn Georg Ólafsson á fundi með fréttamönnum klukkan 9.30. Ljóst varð þó að af þeirri kynningu myndi ekki verða þegar Félag fréttamanna á RÚV boðaði til fundar á sama tíma um málið. Kynningarfundinum var því frestað en jafnframt tilkynnt að hann yrði haldinn í dag. Fréttamennirnir sátu síðan á fundi fram eftir morgni og klukkan tíu var tilkynnt að útvarpsfréttir myndu falla niður af þeirri ástæðu. Að fundinum loknum sendu fréttamennirnir frá sér eftirfarandi ályktun: "Almennur félagsfundur í Félagi fréttamanna haldinn 10. mars lýsir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra fyrir að ákveða að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra útvarpsins. Ráðning hans er augljóslega á pólitískum forsendum einvörðungu og með henni er vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Útvarpsstjóri hafði tækifæri til að standa vörð um hagsmuni Ríkisúrvarpsins og almennings en kaus að gera það ekki. Því nýtur hann ekki lengur trausts fréttamanna." Skorað á útvarpsstjóra Enn var blásið til fundar út af fréttastjóramálinu í hádeginu í gær. Nú var það almennur starfsmannafundur RÚV. Af þeim sökum varð hádegisfréttatíminn ekki nema um 10 mínútna langur. Í lok hans tilkynnti þulur að vegna fundarhalda og truflana á störfum fréttamanna yrði hann ekki lengri að þessu sinni. Klukkan 12.30 hófst svo starfsmannafundurinn. Þar kynntu fréttamennirnir það sem fram hefði farið á þeirra fundi fyrr um morguninn. Mikil samstaða reyndist vera meðal starfsmannanna og samþykktu þeir með miklum meiri hluta, eða 93 prósentum atkvæða, að skora á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra Útvarpsins. Síðan sagði: "Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar. Með ákvörðun sinni virðast hvorki útvarpsráð né útvarpsstjóri hafa haft hagsmuni stofnunarinnar né almennings að leiðarljósi. " Jón Gunnar Grétarsson formaður Félags fréttamanna sagði eftir þessi fundahöld, að sorglegt væri að til þeirrar samþykktar fréttamanna að lýsa yfir vantrausti á útvarpsstjóra hefði þurft að koma. "Honum var í lófa lagið að fara að mati forstöðumanns fréttasviðs og láta hið faglega sjónarmið ráða för," sagi hann. "Það var skorað á hann að gera það. En hann kýs að fara að vilja pólitísks kjörin útvarpsráðs og við erum afskaplega ósátt við það." Jón Gunnar undirstrikaði að fréttamenn RÚV hefðu lagt áherslu á að bregðast ekki sínu starfi, en sinna öryggishlutverki og almannaheill, þótt þessar truflanir hefðu komið til.
Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira