Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu 10. mars 2005 00:01 Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Reykjavíkurborg hyggur á kaup á lóðum í eigu ríkisins innan borgarmarkanna. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist síðan í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar, þegar samkomulag náðist um kaup á lóðum í Grafarvogi, segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. Samþykkt var á fundi borgarráðs í gær að hefja formlegar viðræður um kaup lóða í eigu ríkisins en óformlegar viðræður hafa staðið yfir síðustu misseri að sögn Alfreðs. Viðræðum ætti að ljúka 15. febrúar á næsta ári. Meðal þeirra lóða sem Reykjavíkurborg falast eftir eru Keldur, Keldnaland og land við Reynisvatn auk lands við Mógilsá og Kollafjörð en þær lóðir falla nú undir lögsögu Reykjavíkurborgar eftir sameiningu við Kjalarnes. Reykjavíkurborg hefur sætt töluverðri gagnrýni upp á síðkastið fyrir ónógt framboð á lóðum til íbúðabygginga. Alfreð segir ljóst að lóðirnar séu hugsaðar undir íbúðarbyggð. Ekki er þó hægt að búast við því að hægt verði að byggja á þessum lóðum alveg á næstunni enda þurfi fyrst að nást samkomulag um kaup auk þess sem breyta þurfi aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Alfreð benti til að mynda á að stofnanir væru á sumum af þessum stöðum sem ekki væri ljóst hvert yrðu fluttar. Þó væru hugmyndir um það að flytja rannsóknarstarfsemina á Keldum niður í Vatnsmýri, nær Háskóla Íslands. Alfreð vill ekki meina að þessi ákvörðun borgarráðs sé afleiðing af háu verði sem fengist hafi fyrir lóðir að undanförnu. Hann vildi heldur ekki segja til um á hvað þessar lóðir væru metnar en taldi ljóst miðað við þróun síðustu mánaða að verð á lóðunum yrði töluvert hærra en menn hefðu áður átt að venjast. Ekki er ljóst hvort samningar náist um öll löndin sem falast er eftir og segir Alfreð ómögulegt að spá hver niðurstaðan verði.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira