Niðurstöðu að vænta hjá RÚV? 11. mars 2005 00:01 Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira
Fréttamenn Ríkisútvarpsins sitja nú og ákveða til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Menntamálaráðherra segist enga heimild hafa til að skipta sér af ráðningu Auðuns. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri ætlar ekki að veita nein viðtöl um ráðningu á nýjum og umdeildum fréttastjóra útvarps í dag, og hugsanlega ekki fyrr en eftir helgi. Þessar upplýsingar fengust á skrifstofu hans í morgun. Hann sagði þó í gær við Stöð 2 að það stæði ekki til að draga ráðninguna til baka. Stjórn Félags fréttamanna hittist klukkan tíu í morgun til að undirbúa tillögur um aðgerðir en fram kom í gær að uppsagnir væru íhugaðar. Nú stendur yfir fundur allra í félaginu með fulltrúa frá BHM sem ætlar að fara yfir þau úrræði sem löglegt er að grípa til. Enginn fréttatími hefur fallið niður í morgun og slíkt mun ekki standa til. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir í Fréttablaðinu í dag að hún líti það alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins „hagi sér með þessum hætti“, eins og hún orðar það, og mun þar vera að vísa til þess að fréttir klukkan tíu í gærmorgun voru felldar niður. Þorgerður var spurð að því í gær, af fréttamanni Stöðvar 2 á Akureyri, hvort hún ætlaði að gera eitthvað til að höggva á hnútinn og svaraði því til að hún hefði enga heimild til þess. Það væri lögbrot. Spurð hvort fréttamenn geti unnið með Markúsi Erni, í ljósi þess að Félag fréttamanna hafi lýst yfir vantrausti á hann sem útvarpsstjóra, sagðist Þorgerður telja að það sé mögulegt og vísar í því sambandi í góða útkomu RÚV í könnunum um fréttaflutning. Það kemur fyrir að Völva vikunnar reynist sannspá. Hún spáði við upphaf þessa árs átökum á fréttastofu Ríkisútvarpsins. Sagði hún að það yrðu heilmiklar deilur og leiðindi á fréttastofunni, og segir svo orðrétt: „Þar á bæ má engu breyta og allt of margir vilja stjórna.“ Síðar segir hún: „Bogi Ágústsson á í erfiðleikum með fólkið sitt á RÚV og virðist vera einangraður,“ og í því sambandi má hafa í huga að Bogi mælti sérstaklega með fimm umsækjendum um fréttastjórastöðuna. Auðun Georg var ekki einn af þeim.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Fleiri fréttir Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi Sjá meira