Ráðningin rædd í útvarpspredikun 13. mars 2005 00:01 Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Margir í þjóðfélaginu eru orðnir þreyttir á þessum yfirgangi, segir séra Örn Bárður Jónsson sem í morgun gerði ráðningu á nýjum fréttastjóra Útvarpsins að umræðuefni í predikun sinni. Hann vonast til að deilurnar verði leystar í sátt og samlyndi og aldrei að vita nema fyrsta skrefið í þá átt verði tekið þegar útvarpsstjóri ræðir loks málin við fréttamenn í fyrramálið. „Nú verða sagðar fréttir.“ Með þessum orðum hófst útvarpspredikunin í morgun . Séra Örn Bárður sagðist þar skilja vel ólguna í starfsmönnum Ríkisútvarpsins, þeim sé heitt í hamsi og það líklega með réttu. Um leið vildi þessi þjónn Guðs minna á í hve erfiðum sporum fréttamenn Útvarps væru þessa dagana - að fjalla um eigin hagsmuni í fréttum. „Fjölmiðlar eru aldrei hlutlausir. Það er enginn hlutlaus; ég er það ekki og get ekki verið það vegna þess að við höfum öll einhvern sjónarhól sem við horfum af,“ segir Örn. Spurður hvort hann sé að taka afstöðu í málinu segir Örn svo ekki vera, alla vega ekki beint, heldur sé hann að minna á að í þjóðfélaginu sé gengið fram með vissu offorsi. Og hann kveðst telja að margir séu orðnir þreyttir á þessum yfirgangi. Aðspurður hvort ráðning nýs útvarpsstjóra hafi átt erindi við kirkjugesti í morgun segist Örn hafa nefnt tengingu starfs síns við starf fréttamanna, sem sé að boða tiltekin gildi og vera frjáls og óháður. Hins vegar hafi hann talað um margt annað í predikuninni, t.a.m. fátækt í heiminum og mörg önnur vandamál, en oft sé það þannig með fréttamenn að þeir hafi áhuga á því sem varði þeirra áhugamál en ekki þau djúpu mál sem hann hafi talað um. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hefur loks fundið tíma til að ræða við fréttamenn Ríkisútvarpsins um óánægju þeirra með þá ákvörðun hans að ráða í stöðu útvarpsstjóra, Auðun Georg Ólafsson. Þórdís Arnljótsdóttir, varaformaður Félags fréttamanna, segir að löngu boðaður félagsfundur verði annað kvöld þar sem greidd verði atkvæði um kjarasamning ríkisins og BHM og hún gerir ráð fyrir að þá verði ráðning Auðuns einnig rædd.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“