Keppast um hylli Háskólans í Rvk. 13. mars 2005 00:01 Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira
Garðabær og Reykjavík hafa bæði boðið Háskólanum í Reykjavík lóðir undir nýjan skóla sem hýsa á skólastarf Háskólans í Reykjavík og Tækniskólans en þeir sameinast endanlega í haust undir einu nafni. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs háskólans, segir að ákvörðun um staðsetningu skólans verði tekin í apríl en sveitarfélögin skila tillögum til skólans í vikunni. Hann segir marga þætti ráða staðarvali, t.d. kostnað, aðkomu og vaxtarmöguleika. Garðabær býður skólanum landsvæði við Urriðaholt rétt hjá Vífilsstöðum og í nokkurra mínútna fjarlægð frá Smáralind. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri Garðabæjar, segir að þarna sé verið að skipuleggja ósnortið byggingarland þar sem ekkert takmarki skipulags- og þróunarmöguleika skólans. Hugmyndin sé að búa til þétta blandaða byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu. Hún segir umhverfið einstakt með útsýni og í göngufæri við Heiðmörk. Þá sé engin mengun frá bílum né hávaðamengun frá flugvélum. Meginkosturinn sé þó sá að skipulag svæðisins sé langt komið og ekkert því til fyrirstöðu að hefja deiliskipulag og hanna byggingar. Skólinn geti hafið starfsemi sína árið 2007. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, viðurkennir að skipulag svæðisins í Vatnsmýrinni þar sem Reykjavíkurborg býður skólanum upp á lóð sé ekki eins langt komið. Hann telur það þó ekki koma að sök þar sem enn eigi eftir að hanna húsnæðið og ætti það að haldast í hendur við skipulagsferlið. Reykjavíkurborg býður háskólanum upp á lóð í Vatnsmýrinni á svæði sunnan við Hótel Loftleiðir á flötum sem áður voru ætlaðar undir flugstöð. Þar er hugsunin að byggja upp Vatnsmýrina sem lykilsvæði í rannsóknum, nýsköpun og þróun, en fyrir á svæðinu eru Háskóli Íslands og Íslensk erfðagreining. Dagur segir Vatnsmýrina verða áfram hugsaða sem miðstöð vísinda og þekkingar hvaða ákvörðun sem Háskólinn í Reykjavík taki.Í Urriðaholti á að rísa þétt blönduð byggð af háskólastarfsemi, rannsóknarstofnunum, fyrirtækjum, íbúðum og verslun og þjónustu.
Borgarstjórn Fréttir Innlent Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Sjá meira