Fischer: Tillaga lögð fram 17. mars 2005 00:01 Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar lögðu fram tillögu um að Bobby Fischer yrði veittur ríkisborgararéttur á fundi allsherjarnefndar í morgun. Nefndin mun fara yfir ný gögn í málinu áður en afstaða verður tekin og mun fljótlega funda aftur. Stuðningsmenn Fischers lögðu fram á fundi nefndarinnar útskrift af formlegu samtali japanska stjórnarandstöðuþingmannsins Fukushima við Masaharu Miura, yfirmann innflytjendamála í Japan, þar sem fram kemur að hann segir að Fischer geti fengið að fara til Íslands, fái hann íslenskan ríkisborgararétt. Össur Skarphéðinsson, einn fulltrúi Samfylkingarinnar í nefndinni, segir þessi gögn breyta öllu því þau séu algjörlega ný í málinu. Hins vegar vill meirihluti nefndarinnar fara yfir þessi gögn og fá þau staðfest frá þeim sem þar er vitnað í, það er hjá yfirmanni japanskra innflytjendamála, að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns allsherjarnefndar. Hann segist ekki geta svarað því hreint út að Fischer fái íslenskan ríkisborgararétt að svo stöddu. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, sagðist eftir fundinn vera ánægður með viðbrögð nefndarinnar og bjartsýnn á að ríkisborgararéttur yrði veittur, en nú riði á að hraða afgreiðslu málsins, því þann fimmta apríl munu Bandaríkjamenn ákveða hvort þeir ákæra Fischer fyrir skattsvik eða ekki. Í viðtali við fréttastofu AP í gær segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingar í allsherjarnefnd, að ef af þessu yrði myndi málið fá flýtimeðferð á Alþingi. Fáist svo samþykki Alþingis, eins og líkur séu á, verði fulltrúi stjórnvalda sendur til Japans með vegabréf fyrir Fischer. Þá hefur AP eftir Drífu Hjartardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, að ólíklegt sé að margir þingmenn myndu setja sig upp á móti því að veita Fischer ríkisborgararétt. Hið sama segir Ögmundur Jónason, varaformaður vinstri - grænna, í viðtali við AP og bætir því við að mikilvægt sé að Alþingi bregðist hratt við í málinu.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira