Reiknar með að sækja Fischer 19. mars 2005 00:01 Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Sæmundur á von á því að Fischer og unnusta hans Myoko Watai setjist að hér á landi. Hann segir hins vegar að fái Fischer íslenskan ríkisborgararétt þá verði honum allir vegir færir líkt og öðrum Íslendingum og þá geti hann ferðast frjáls um heiminn. Fischer sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest, eins og gildi um alla snillinga, og menn verði að búa sig undir það að hann gæti flogið um allan heim. Aðspurður hvort menn séu farnir að velta fyrir sér hvar Fischer komi til með að búa komi hann til landsins segir Sæmundur að hann hafi aðeins rætt það við Fischer. Hann hafi fengið ágætistilboð frá góðum manni sem reki hótelíbúðir hér í borg um að Fischer gæti dvalið þar á meðan hann væri að átta sig. Hann muni þó hugsanlega byrja á sínum gamla stað, Hóteli Loftleiðum, þar sem hann hafi dvalið þegar hann tefldi um heimsmeistaratitilinn. Sæmundur vonar að Fischer geti keypt sér íbúð hér á landi ef hann hugsi sér að eiga hér samastað, en ekki sé búið að taka þá peninga af Fischer sem hann eigi. Sæmundur vonar að Fischer setjist hér að hans vegna því hann yrði frekar látinn í friði hér en víða annars staðar. Svo gæti hann ferðast um Evrópu ef hann kysi. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Sæmundur Pálsson, einkavinur Bobbys Fischers, er himinlifandi yfir þeim fregnum að Fischer verði líklega veitt íslenskt ríkisfang fyrir páska. Hann er nýkominn frá Japan en ætlar að fara þangað aftur og aðstoða vin sinn við ferðalagið heim til Íslands. Hann reiknar með að kærasta Fischers komi líka. Sæmundur á von á því að Fischer og unnusta hans Myoko Watai setjist að hér á landi. Hann segir hins vegar að fái Fischer íslenskan ríkisborgararétt þá verði honum allir vegir færir líkt og öðrum Íslendingum og þá geti hann ferðast frjáls um heiminn. Fischer sé kannski ekki alveg eins og fólk er flest, eins og gildi um alla snillinga, og menn verði að búa sig undir það að hann gæti flogið um allan heim. Aðspurður hvort menn séu farnir að velta fyrir sér hvar Fischer komi til með að búa komi hann til landsins segir Sæmundur að hann hafi aðeins rætt það við Fischer. Hann hafi fengið ágætistilboð frá góðum manni sem reki hótelíbúðir hér í borg um að Fischer gæti dvalið þar á meðan hann væri að átta sig. Hann muni þó hugsanlega byrja á sínum gamla stað, Hóteli Loftleiðum, þar sem hann hafi dvalið þegar hann tefldi um heimsmeistaratitilinn. Sæmundur vonar að Fischer geti keypt sér íbúð hér á landi ef hann hugsi sér að eiga hér samastað, en ekki sé búið að taka þá peninga af Fischer sem hann eigi. Sæmundur vonar að Fischer setjist hér að hans vegna því hann yrði frekar látinn í friði hér en víða annars staðar. Svo gæti hann ferðast um Evrópu ef hann kysi.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira