Hengdur upp á höndunum 19. mars 2005 00:01 Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Þrenn handjárn voru sett á Bobby Fischer og hann hengdur upp á höndunum eftir að hann sló fangavörð, að sögn Sæmundar Pálssonar. Hann segir Íslendinga ekki þurfa að hafa áhyggjur af því að Fischer geti ekki framfleytt sér hér á landi. Nú þegar allar líkur eru á því að Bobby Fischer verði Íslendingur í nánustu framtíð eru margir sem velta því fyrir sér hvað hann ætli að gera þegar hann kemur hingað. Ef einhver hefur hugmynd um það, annar en Fischer sjálfur, er það Sæmundur Pálsson, besti vinur hans. Sæmundur segir að Fischer komi líklega til landsins með kærustu sinni, Myoko Watai, en hann viti ekki betur en að það gangi eftir. Sæmundur segir líklegast að parið komi sér fyrir á hóteli til að byrja með. Ýmsir hafa haft samband við fréttastofu síðustu daga vegna umfjöllunar um mál Fischers og lýst yfir áhyggjum af því að hann komi hingað og leggist upp á íslenska ríkið. Sæmundur segir menn geta verið rólega yfir því, Fischer eigi aura, en á hinn bóginn hafi heilsu hans hrakað eftir meira en átta mánaða vist í fangabúðunum. Það hefur svo sem ekki farið fram hjá neinum sem fylgist með Bobby Fischer að hann er kannski ekki sá sterkasti á andlega sviðinu. Hann sló til dæmis til fangavarðar og laskaði á honum nefið. Sæmundur segir það alveg rétt að Fischer eigi erfitt með skap og hann þurfi á sálfræðimeðferð að halda, en meðferðin á honum í fangabúðunum sé samt alltof harkaleg og ýti beinlínis undir svona viðbrögð. Sæmundur segir að eftir að Fischer hafi slegið til fangavarðarins hafi hann verið beittur hörku og settur í þrenn handjárn fyrir aftan bak og þau hafi verið hert mjög. Hann hafi svo verið hengdur upp á handjárnunum í tvo eða þrjá tíma og hann hafi talið að þetta yrði sitt síðasta. Sæmundur segist lítið hafa getið um þessa hálfgerðu pyntingu þar sem hanni viti að það hefði ekki fallið í góðan jarðveg hjá Japönum ef þeir vissu að hann hefði verið beittur slíkri hörku. Það er heilmikið álag og áreiti sem fylgir hlutverki Sæmundar í þessu máli. Hann talar við Fischer daglega og símreikningarnir hækka bara og hækka. Hann segist þó tilbúinn að fara aftur til Japans um leið og Fischer verður sleppt úr haldi til að fylgja honum heim - til Íslands. Hann sé ekki vanur að hætta við hálfklárað verk.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira