Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir 22. mars 2005 00:01 Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Lög um að veita Fischer íslenskan ríkisborgararétt voru birt á vef Stjórnartíðinda síðdegis og öðluðust þau þar með gildi þannig að Fischer er formlega orðinn Íslendingur. Handhafar forsetavalds, auk dómsmálaráðherra, staðfestu lögin þar sem forseti Íslands er í útlöndum. Að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar Fischers, verða staðfest lög send lögfræðingi Fischers í Japan síðar í kvöld og þau síðan afhent japönskum yfirvöldum á morgun. Samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá bandaríska sendiráðinu segja bandarísk stjórnvöld að það valdi þeim vonbrigðum að Fischer skuli hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Bandarísk stjórnvöld hafa sent þeim íslensku formleg, skrifleg skilaboð vegna máls Fischers. Í þeim er ítrekað að þau telji réttara að skákmeistarinn leysi úr málum sínum fyrir dómstólum vestan hafs. Ekki er víst hvort eða hvenær Fischer verður leystur úr haldi í Japan en þarlend yfirvöld íhuga nú að veita honum ferðafrelsi. Chieko Nono, dómsmálaráðherra Japans, vitnaði í dag í Innflytjendaeftirlitið þar í landi sem segir að samkvæmt lögum megi Fischer fara til annars lands ef hann hljóti íslenskan ríkisborgararétt. „Ef þetta er tilfellið tel ég að Innflytjendaeftirlitið muni rannsaka málið og taka viðeigandi ákvörðun varðandi áfangastað hasn þegar honum verður vísað úr landi,“ sagði Nono. Við afgreiðslu málsins á Alþingi var 21 þingmaður fjarverandi en tveir þingmenn Framsóknarflokksins sátu hjá, Dagný Jónsdóttir og Birkir Jón Jónsson. Þau skýra ákvörðun sína á þann vegt að fullt af fólki sækist eftir hæli á Íslandi en sé vísað frá og þeim finnist mjög mikilvægt að gæta jafnræðis, í þessu máli sem öðrum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira