Stýrði ekki atburðarásinni 25. mars 2005 00:01 Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2 Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi. Þar neitar hann að hafa stýrt atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Þá segir Páll í hlutarins eðli að Stöð 2 hafi reynt eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Fischer. Í yfirlýsingunni segir orðrétt: Vegna yfirlýsinga og umræðna sem tengjast framgöngu Stöðvar 2 við komu Bobbys Fischers til Íslands í gærkvöldi er rétt að taka fram eftirfarandi:Undirritaður stýrði ekki atburðarás á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi og þaðan af síður gaf ég lögreglu fyrirmæli um gang mála. Aðspurður upplýsti ég yfirlögregluþjón hins vegar um að Bobby Fischer hefði óskað eftir því að fara beint inn á hótel en taka ekki þátt í formlegri móttökuathöfn eða veita viðtöl inni á flugvellinum strax eftir lendingu. Það liggur aftur á móti í hlutarins eðli að Stöð 2 reyndi eftir fremsta megni að tryggja sér sem bestan aðgang að Bobby Fischer, - og helst betri en keppinautanna. Slíkt gera allir fjölmiðlar í samkeppnisumhverfi og þannig tókst t.d. Ríkissjónvarpinu - fyrir atbeina íslenskra stjórnvalda - að ná viðtali við Fischer á Kastrup-flugvelli í gærdag þar sem aðrir fjölmiðlar höfðu ekki nema óbeinan aðgang og margir engan. Þetta gerist í samkeppni og við kveinkum okkur ekki.Tilkoma margumræddrar einkaflugvélar varð með þeim hætti, að Sæmundur Pálsson lýsti áhyggjum af vini sínum og skjólstæðingi á afar löngu og erfiðu ferðalagi til Íslands eftir sérstaklega erfiða fangavist í Japan upp á síðkastið, og kom þá til tals á milli okkar hvort það gæti auðveldað honum ferðina að fá einkavél beint til Reykjavíkur síðasta spölin í stað þess að bíða í Kaupmannahöfn eftir ferð til Keflavíkur. Í ljós kom að forsvarsmenn Baugs voru reiðubúnir að veita afnot af slíkri vél sem þeir hafa aðgang að.Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira