Afhentu forseta Alþingis ákall 1. apríl 2005 00:01 Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár." Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár."
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira