Afhentu forseta Alþingis ákall 1. apríl 2005 00:01 Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár." Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira
Fréttamenn og aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins fjölmenntu á þingpalla klukkan ellefu til að fylgjast með umræðum um ráðningu fréttastjóra Útvarps. Klukkan hálftólf tók Halldór Blöndal forseti Alþingis við ákalli fréttamanna Ríkisútvarpsins sem Jón Gunnar Grétarsson, formaður Félags fréttamanna, afhenti honum og las upp fyrir viðstadda. Það hljóðar svo „Auðun Georg Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri á fréttastofu Útvarpsins, kom til starfa í morgun og hélt stuttan fund með fréttamönnum. Þar kom fram hjá honum að hann ætlaði að gera vel við þá sem vildu starfa með honum en sagðist skilja og virða ákvörðun þeirra sem vildu það ekki og hættu störfum. Jafnframt greindi hann frá því að hann hefði haft samband við nokkra menn og beðið þá að vera til taks ef núverandi fréttamenn legðu niður störf. Þetta eru beinar hótanir af hálfu hins nýja fréttastjóra. Hans stefna er augljóslega að deila og drottna. Það á greinilega að kaupa menn til samstarfs og losa sig við þá sem ekki fylgja nýjum siðum. Við teljum þessar stjórnunaraðferðir í hrópandi ósamræmi við uppbyggingu opinberrar þjónustu í lýðfrjálsu landi. Ríkisútvarpið er þjónustustofnun í almanna þágu og verður að vinna í þeim anda. Neyðarástand er að skapast á Ríkisútvarpinu. Fjölmennur fundur starfsmanna samþykkti í gær vantraust á útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðunar Georgs Ólafssonar með 93% greiddra atkvæða. Útvarpsstjóri er að okkar mati ekki fær um að leysa þann vanda sem uppi er. Við heitum á alþingismenn að standa vörð um Ríkisútvarpið sem þjónað hefur þjóðinni í nær 75 ár."
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður Sjá meira