Alþingi hvatt til að taka í tauma 1. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál. Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Stjórnarandstæðingar gagnrýndu harðlega ráðningu nýs fréttastjóra Ríkisútvarpsins í dag í umræðum um störf þingsins. Talað var um að pólitísk afskipti af stofnuninni væru meiri en tíðkaðist í nokkuru öðru vestrænu ríki. Alþingi var hvatt til að taka í taumana. Kolbrún Halldórsdóttir sagði að fréttastofa Útvarps hefði orðið fyrir árás og það væri svo alvarlegt að ræða bæri málið tafarlaust á Alþingi. Það væri óhjákvæmilegt að málið yrði rætt utan dagskrár þegar í dag. Halldór Blöndal, forseti Alþingis, segist hafa boðað formenn allra þingflokka á sinn fund klukkan eitt til að taka málið upp. Hvorki forsætisráðherra né menntamálaráðherra voru viðstaddir umræðuna en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er með fjarvistarleyfi. Rannveig Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, líkti ástandinu á Ríkisútvarpinu við yfirtöku. Hún vildi að hinn nýi fréttstjóri staðfesti orðróm eða fréttir sem hefðu borist um það að hann hefði heimild til að ráða með sér starfsmenn inn á Ríkisútvarpið. „Þá vaknar spurningin: Hver heimilar að nýr fréttastjóri fái að ráða með sér fólk inn til gera að gera honum þetta auðveldara?“ spurði Rannveig. Hún spurði einnig hvort um eins konar yfirtaka á fréttastofunni væri að ræða og hvort menntamálaráðherra eða Framsóknarflokkurinn hefði heimilað þetta. Um þetta yrði þingið að fá upplýsingar því þetta væru staðfestar fréttir. Rannveig sagði einnig að málið hefði haft undarlega aðdraganda en það sem gerst hefði í dag væri ef til vill það versta af öllu. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, sagði Ísland nú vera komið á lista yfir þjóðir þar sem fjölmiðlar fengju ekki að starfa frjálsir. Alþjóðasamband blaðamanna hefði Ísland nú undir smásjánni. „Og hvað gerir hæstvirtur ráðherra í ríkisstjórninni sem ber ábyrgð á þessu? Felur sig í útlöndum. Hæstvirtur menntamálaráðherra felur sig í útlöndum á meðan Ríkisútvarpið logar stafnanna á milli vegna framgöngu stjórnarflokkanna í málinu, “ sagði Steingrímur. Þá sagði Steingrímur að útvarpsstjóri væri trausti rúinn og bersýnilega ekki fær um að gegna starfi sínu lengur. „Má þá kannski segja að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi ef sölumaðurinn sem ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að gera fréttastjóra á Útvarpinu kostar útvarpsstjóra, Markús Örn Antonsson, embættið.“ Maðurinn sem deilan snýst í reynd um, Auðun Georg Ólafsson sat ekki fréttafund með fréttamönnum á fréttastofu Útvarps klukkan hálfníu. Hann hitti hins vegar fréttamenn síðar til að gera grein fyrir stöðu mála. Þar mun hann hafa sagt að þeir sem ekki treystu honum gætu hætt störfum en bauðst til að gera vel við þá sem vildu verða áfram. Jóhann Hlíðar Harðarsson fréttamaður ræddi við Auðun þegar hann kom til vinnu í dag. Aðspurður hverju hann ætti von á sagði Auðun að um innanhússmál væri að ræða og það væri ekki hægt að ræða það meira í fjölmiðlum. Aðspurður hvort hann héldi að honum yrði vel tekið á fréttastofunni sagðist Auðun ekki ætla það við fjölmiðla, þetta væri mál sem yrði leyst innanhúss. Að svo búnu sagðist Auðun hafa svarað öllu en sagðist mundu tala við fjölmiðla þegar hann hefði rætt við fólk innanhúss. Þetta væri innanhússmál.
Fréttir Innlent Stj.mál Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira